Skírnir - 01.01.1875, Page 77
PORTÚGAL.
77
hirðar, aö af hiröfjenu hafa veriö felldar 150 þúsundir „milreisa“
(1 milreis = 4 krónur, hjerumbil). — Portúgalsmenn hafa orÖiÖ
aÖ hafa glöggvar gætur á sjer og ríkisforræði landsins um en síöustu
ár, meðan allt befur verið á svo hverfanda hveli hjá nágrönuum
þeirra, en eptir burtför Amadeo konungs frá Spáni, komust þeir
menn l>ar að völdunum (Figuera og fl.), er eigi aö eins vildu
gera Spán að bandaríkja-þjóðveldi, en um leið koma á fót
iberisku sambandi, þ. e. að skilja, láta Portugal auka þá ríkja-
tölu — líklega um þrjá, sem þar fellur til tala meginhjeraðanna
(Beira, Estremadura, Alentejo). d’Andrade Corro, ráðherra utan-
ríkismálanna, sneri sjer að Englendingum og minnti þá á gömul
heit, aö halda uppi verndarskildi fyrir frelsi og forræði Portúgals,
og ljet stjórn þeirra þegar sendiboða sinn í Madrid gefa land-
stjórninni þai' í skyn, að þó Englendingum væri sízt um gefið,
að hlutast til um viðskipti annara ríkja, þá mundu þeir aldri
láta neinum uppi haldast að ráðast á Portúgal. Eptir það að
Serrano hafði tekið undir sig ráb á Spáni, þóttust Portúgals-
menn eiga minna í hættu, en nú er þeim horfinn allur ótti,
síðan konungveldið varð endurreist á Spáni. — Louis konungur
er mjög vinsæll af þegnum sinum, og það er þvi von, að lands-
menn kjósi sizt undan honum völdin, og að þeir vili búa að sínu
sem lengst, meðan öllu þokar áleiðis undir stjórn þeirra eigin
höfðingja. — 2. desember 1640 gerðu Portúgalsmenn uppreisn gegn
Spánarkonungi, og 29. júlí s. á. losnaði landið til fulls við Spán,
og því eru þeir dagar hátíðlega haldnir um allt land. I vetur
var mikið um dýrðir enn fyrra dag, einkanlega í höfuðborginni,
sem öll var uppljómuð um kvöldið.