Skírnir - 01.01.1875, Qupperneq 80
80
HOLLANI).
þá frá Kraton. þaS er sagt, aS soldán Atchinmanna sje dauSur,
og annar kominn í hans stab, engu þýSari viS aS eiga, en ljens-
höfSingjarnir sje allir meS honurn stæltir og óbilugir. Nú eru
Hollendingar aS búa heiman frá sjer nýjan leiSangur, en hafa
kvaSt heim aptur Swieten garala, sem þeim þykir hafa veriS
linur í sóknum. þetta verSur þeim afar kostnaSarsamt, því liS
verSa þeir aS kaupa meS málaboSum, en þjónustuskylda Hollend-
inga í her nær ekki til nýlendna þeirra. þaS er og von, aS
margir verSi tregir til leiSangurs á hendur Atchinbúum, sem
eiga sjer aSra eins landvætt og mannskæSa i her Evrópumanna,
sem loptslagiS er — einkum þar sem mýrar eru aS dallendi.
Yjer minnumst á tvær júbílhátíSir Hollendinga næstliSiS ár.
17. marz (í fyrra) hjelt Vilhjálmur konungur þriSi 25 ára minn-
ingarhátíð ríkisstjórnar sinnar, og fór hún alstaSar fram meS
mikilli viShöfn, I þakkarávarpi til þjóSarinnar minntist hann á,
aS landinu hefSi þokaS jafnt fram í ílestum greinum á þessu
timabili, og af því hann ávallt hefSi kappkostaS aS vernda frelsiS
og jafnrjetti allra, þá væri sjer það nú hinn mesti fögnuSur aS
vita, aS Hollendingar væru þjóS, sem frelsiS og eindrægnin veitti
þrótt og auSnu. — 8. febrúar þ. á. var haldin 300 ára júbíl-
hátíS háskólans í Leyden. Háskólinn er einn af enum nafn-
kenndustu háskólum í Evrópu og hjeöan hafa komiS margir fram-
úrskarandi vísindamenn. Leyden fjekk háskólann í viSurkenn-
ingar skyni fyrir fádæma þolgæSi bæjarbúa í umsátri Spánverja
1573—74, og á fyrsta árabili skólans stóSu fyrir honum mestu
ágætismenn (Jan van der Doos, sá er varSi borgina, þar til
hjálpin kom frá Vilhjálmi „þögla“ af Oraniu, Justus Lipsius og
Scaliger). HátíSina sóttu erindrekar frá flestum háskólum í Ev-
rópu, og meS þeim fleiri lærSir skörungar. Frá háskólanum í
Kaupmannahöfn fóru þeir Madvig og Nellemann (rektor). Sögurnar
af hátíSinni geta þess, aS margar af ræðunum hafi veriS á
látínu — einnig í gildum stúdentanna, en þó svaraSi Madvig á
frakknesku þeirri skálarræbu, er til hans var haldin á látínu, og
þar sem hann var kallaSur „sjálfsagSur höfSingi allra málfræS-
inga, sem nú eru uppi“. BæSi konungur og sonur hans, krón-
prinsinn, voru viS aSalhátíSina. Krónprinsinn hefur veriS aS námi