Skírnir - 01.01.1875, Side 106
106
GRTKKLAND.
JjaS og breyta ríkislögunum1, og því drægju flestir af honum
illan dám, sem i hans sveit eSa þjónustu gengju. Fyrir þá
grein var honum stefnt í dóm, og settur í fangelsi, en þó var
honum bráSum sleppt aptur, því lýSurinn tók a8 æsast, svo aS
hjelt viS uppreisn. J>ví má nærri geta, a8 konungi hefur ekki
þótt um gott aS gera, er hann sneri sjer aS þessum manni til
fulltings. Tríkúpis hefur, auk forstöSu ráSaneytisins, utanríkis-
mál á höndum og byrjaSi stjórn sína meS því aS kvehja heim
þá erindreka, sem Grikkir hafa i öSrum löndum, en hann og
fleiri kalia framlögin til erindareksturs óþarfa útgjöld fyrir svo
nauSskuidugt land, sem Grikkland er. Hvernig meS þeim kon-
ungi lýkur er bágt a8 vita, en ef illa fer, þá munu flestir kalla
Georg konung fullkomlega „at þreyttan11, ef hann skilar af sjer
konungdóminum, sem sumir segja, ab honum hafi stundum komib
til hugar.
D a d m ör k.
Mál Dana sifja flest á sama miíi og i fyrra, og þa? virb-
ist sem það verSi bágara og bágara a8 sjá, hvenær sumt ber aS
landi, sem mestu þykir skipta um hag og heillir þjóbarinnar.
Innanríkis hefur ekkert greibst úr deiluflækjum höfubflokkanna,
en ef nokkuð er, þá hafa þær rekizt í harðari göndul enn áður.
þa8 sætir því meiru um þessa deilu, sem hún varSar þingsköpin,
eSa lagagrundvöllinn undir stjórnarfari og frelsi þjóSarinnar, og
a8 hún er orSin aS deilumáli milli sjálfra þingdeildanna. Sama
er aS sepja sem vonarmál Dana, SljesvíkurmáliS. Hjer er ekkert
a8 herma, sem bendi á, a<5 því hafi skotiB áleiBis, en eigi fátt
af , aBferB og harBræBi Prússa í Sljesvík, sem sýnir, aB þeim
muni enn sízt í hug aB láta hjer neitt ganga úr greipum sjer.
*) Menn segja, að konungur, sem fleiri, sje sannfærður um, að Grikkir
hljóti að bæta við þing sitt annari málstofu, eða öldungaráði, og fyr
enn það sje gert, muni ekkert fara með lagi.