Skírnir - 01.01.1875, Qupperneq 114
114
DANMÖRK.
hann fylgdi þeim aí) málunnm og kæmi þeim aptur til valda
og stjórnar; enda er bágt aí> skilja, hvernig nokkur á aS geta
hngsaí sjer þingbundna stjórn, þar sem afl eSa atkvæíafjöldi fær
eigi aS rá8a.
í fyrra sumar geríist þaS nýnæmi í kirkjumálefnum, aS
prestar af Grundtvigsflokki, meS forstöðu Birkedals, veittu manni,
sem Appel heitir, prestvígslu. Hann var frá Sljesvík, og ger8i
þa8 fyrir beiðni danskra manna, er þar búa, að taka vígslu, en
þeir höfíu á8ur sagt sig úr „landskirkjunni", og þóttust me8 því
einu móti geta fengiS danskan prest. Um lögmæti vígslunnar
var þrefaS um stund í blöSum, er biskups var eigi vií neytt,
e8a leyfi sótt til ráðherra kirkjumálanna. Málinu lauk vi8 þa8,
a8 ráftherrann gerSi prestunum áminningar.
Vjer lei8um hjá oss að mestu að segja frá því, sem stendur
í sambandi vi8 för konungs vors til íslands, e8a vi8 1000 ára
hátíSina, þar e8 siikt er allt kunnugt oröiS af ízlenzkum blöíum.
það mæltist sem bezt fyrir hjá allri alþýðu í Danmörk að kon-
ungur fór þessa fer8, enda var honum mjög alúSlega fagnaS,
þegar hann kom aptur frá fslandi. Fjórtán gufuskip sigldu út
undir HveSn á móti konungsskipinu, öll búin fánaskrúSi, og
troSfull af fólki frá Kaupmannahöfn. Sá fylgdarfloti var fagur á
a8 sjá, þar sem hann rann eptir konungsskipinu ni8ur eptir
Eyrarsundi og inn á hafnarleguna. — Konungur hafBi fariS í
land á Skotlandi og hitt þar dóttur sína Alexöndru (prinsessuna
af Wales) í Edinborg. Hún fylgdi fö8ur sínum til átthaganna, og
seinna kom prinsinn til hir8ar hans og börn þeirra Alexöndru.
— Oskar Svíakonungur og drottning hans heimsóttu og konung
vorn á hallargarBi hans Bernstorff, skömmu á8ur enn hann fór
lil Islands. Sí8ar heimsóttu hir8 hans prinsar frá Rússlandi,
þýzkalandi (Hannover) og Hollandi. — Yngsta barn konungs
vors, Valdimar prins, var fermdur í haust 16. nóvember.
Fjárhagur Danmerkur er í gó8u gengi, og skulcþrnar eru nú
komnar ni8ur í 93 millíónir dala. 1867 voru þær 130 mill. —
Atvinna og verzlunar gró8i er í gó8um uppgangi. Bankar Dana
stýra miklu Qe og ýms hlutbrjefafjelög engu mi8ur, og svo bimb-
ult sem þeim hefur or8i3 á fyrirfarandi árum í ö8rum löndum,