Skírnir - 01.01.1875, Síða 117
DANMÖRK.
117
frelsis og jafnrjettis. Hann haföi á ungum aldri komið til Frakk-
lands (í þeirri herdeild sem fdr þangaB frá Danmörk meB setu-
li8i stórveldanna 1815) og gengiS í tvö ár í hernaSarskóla í
París, og á þeim tima mun frelsis og jafnrjettisandi hans hafa
glæfcst og þróazt til mestra muna, en eptir heimkomu sína stýríi
hann ásamt föSur sínum vopna- og járnvarnings-smiSjum stjórnar-
innar á Frederiksværk, og kynntist viS þaÖ verkmanna stjett-
inni og alþýSunni og hennar hugsunarháttum. 1828 fór hann
ásarot tveimur öSrum sveitarforingjum meS her Frakka til
Grikklands, og á Frakklandi var hann í byltingunni 1830.
Um nokkurn tíma var hann í fjelagi þeirra manna, sem
hjeldu út blaSinu „Fædrelandet“, og 1846 rjezt hann til meS
þeim mönnum, sem stofnuSu „Bændavinafjelagife". 1848 var
hann fremstur i flokki þeirra manna, sem rjeSu til aS beita
hörSu á móti Sljesvíkur-Holtsetum, og í marz þaS ár var honum
falin forstaSan á liendur fyrir landhersmálunum i ráSaneyti kon-
ungs. Hann hefur fengiS einrómaS lof fyrir dug sinn og kapps-
muni í þeirri stöSu, og þaS kallaS fæstum ætlandi aS búa svo
her Dana til vígs, sem honum tókst, svo herfilega sem allt var
hjer undir búiS. Eptir þaS aS hann hafSi sagt af sjer, var
hann einn hinn atkvæSamesti á öllum þingum, og jafnan í broddi
fylkingar fyrir Bændavinum, og öllum frjálsum nýmælum mjög
fylgjandi. Hann var framúrskarandi mælskumaSur, en framburSur
hans snjallur og hinn áheyrilegasti. Eptir breyting ríkislaganna
1866 dró hann sig í hlje frá þingstörfunum, en ritaSi aS staS-'
aldri greinir um allmenn mál í blaSiS „Nörrejydske Tidende“. —
Christian Georg Nathan David, konferenzráS, dó 18. júní
(f. 16. janúar 1793). Hann var GySingaættar. Á þroskaaldri
tók hann vora trú. Hann var miklu andlegu atgerfi búinn, stundaSi
margskonar visindi viS ýmsa háskóla, einkum þjóSmegunarfræSi,
og varS kennari í henni viS háskólann í Kaupmannahöfn 1830.
MeS því aS hann hafSi orSiS svo gagntekin af anda sinnar aldar
og frelsiskröfum, fór fyrir honum sem fleirum, aS hann gat ekki
svo á sjer setiS, sem einvaldur konungur vildi, og varS því
vikiS frá embætti. Hann hafSist þá um tíma mjög viS blaSa-
skriptir og ritstörf, og hjelt nokkra stund út „Fædrelandet“, en