Skírnir - 01.01.1875, Page 119
11«)
Sviþjóð og Noregur.
I'rá Svíþjóð. Ríkisjingi Svía var slitiS í fyrra vor
22. maí. þingsetning og þingslit fara enn fram hjá Svíum meS
mikilli dýrS og viShöfn, og fremur konungur þau störf sín í
öllum konungsskrúSa, meS konungskápu yfii sjer, kórönu á höfSi
og veldissprota í hendi. I ræSu sinni vottaSi Oskar konungur
þinginu þakkir fyrir, a8 þaS hefSi fallizt á nýmæiin um toll-
iækkun á varningi, sem fer milli Noregs og SvíþjóSar (sjá Skírni
í fyrra), og fyrir framlögurnar til járnbrautanna (á 9du millíón
króna), auk fleiri nýmæia og lagabóta, er sjerlega verSur aS
miSa viS sænska landshagi, og oss þykir eigi þörf nánar aS til-
greina. Yjer viijura þó geta þeirra nýmæla, sem borin voru upp
í neSri deild þingsins, og þar samþykkt í einu hljóSi, en meS
drjúgjum yfirburSum atkvæSa í hinni deildinni, aS gipt kona skal
eins eiga ráS á þeim fjármunum, sem henni verSa sjerlega áskildir á
undan giptingu, og sömuleiSis á arfi og gjöfum, ef svo er fyrir
skiliS, og á því, sem hún sjálf vinnur sjer inn. — HiS nýja
þing setti konungur í vetur 18. janúar. Stjórnin bar enn upp
nýmæli sín um breyting á herskipun SvíþjóSar, en þingiS breytti
svo frumvarpi hennar, aS konungur mun vart samþykkja lögin.
þaS eru Svíar, sem hafa gengizt fyrir enum nýja peningareikn-
ingi á NorSurlöndum, eBa komiS honum nær tugdeildarkerfi
Frakka, en nú hafa þeir líka lögtekiS vogarmæli Frakka á vörum,
sem flytja skal á járnbrautum, og á dýrum málmum og gimstein-
um, og muii hann þá innanskamms tekinn upp í Danmörk og
Noregi. — Tekjurnar voru fyrir þ. á. reiknaSur á 64,707,000
króna — hjer af brennivínsskattur 13 millíónir — en útgjöldin
á 79Vs millíón. þennan halla skyldi jafna aS mestum hluta úr
varasjóSi. — „Landmannaflokkurinn11 hefur aS vísu náS mestum
afla á þinginu, en viS þær breytingar, sem orSiS hafa á ráSa-
neytinu, hefur konungur þó sneiSt hjá þeim mönnum, og eru þar
samt allmiklir skörungar. Fyrir skömmu komu fjórir nýir menn
í ráSaneytiS, og var de Geer fríherra einn af þeim, en hann
átti mikinn þátt í breytingu ríkislaganna, og er hinn valinkunnasti
og þjóSræmdasti stjórnarskörungur Svía.