Skírnir - 01.01.1875, Síða 123
SVÍÞJÓÐ.
123
í vetar (í jandar) var8 ný sprenging inni í fceirri smiSju. er aptur
var upp komin, og bi8u 4 menn þá bana. — 13. júní brunnu í
Gefle 8 garSar me8 öilum útihúsum. — 22. júli laust eldingu
niSur í hús í litlum kaupstaS, er Skanör heitir, á Skáni. f>ar
brunnu 23 hús. SkaSinn metinn á allt a8 150,000 króna. —
30. júlí var8 mikill eldsvoSi í Skutskær, vi8 Dalelfumynni, eigi
langt frá Gefle. |>ar er miki8 sögunarverk og margir tijesmi8a-
skálar, en timbur og kol í miklum köstum saman komiS. Hjer
kvikna8i fyrst í einum viSarkolakesti á 2000 tons; Ja8an færBist
eldurinn í greniskóg af bvassvi8ri, sem á var, og J>a8an í sög-
unarverkiS. Hjer tókst eigi fyr a8 slökkva enn eldurinn haf8i
gert þann ska8a, sem metinn var á næstum hálfa a8ra millíón
krqna. — Mest líftjón var8 af eldsvoSa í vetur, 30- janúar, eigi
langt frá Gautaborg, en sá eldur kvikna8i í eldspýtnabrúgu þar
inni í skála, sem fólk vann a3 eldspýtnager8. Hjer voru 70 manns
inni, en loginn nam hva8 af ö8ru svo fljótt, a8 fólkinu fataSist
um undankomuna, en margir munu j>egar hafa kafnaS af guf-
unni. Hjer brunnu inni 44 manns, og tveir ljetust síBar af
brunasárunum.
Fólksfjöldinn í SvíþjóS var 31. desember 4,341,559.
Látnir menn. Andreas Jonas Ángström prófessor i
núttúrufræSi, f. 13. ágúst 1814, dó í fyrra sumar 21. júní. Hann
var einn af enum frægustu náttúrufræSingum, sem uppi hafa
veri3 á Jessari öld. Rannsóknir hans og uppgötvanir hafa mjög
au8ga8 og auki8 vísindalega þekkingu á efeli lopts og ljóss, á
geislabrotum sólarinnar, e8a J>vi er af þeim má kanna og til
rekja um e31i sólarinnar og lopthvolfsins umhverfis hana. —
Augus-t Sohlmann, dr. phil., ritstjóri eins af höfu8blö3um
Svía, Aftonbladet (f. 1824). Hann drukkna8i 5. júlí, er hann
var úti á Leginum me8 tveimur sonum sínum á skemmtisigling.
Annar sona hans bjargaSi sjer a3 landi, en hinn var eigi meir
enn ellefu vetra, og mun þa8 hafa valdife dauBa fö8ursins, a8
hann reyndi a8 bjarga honum á sundinu, meSan kraptarnir
entust. Sohlmann var vinsæll ma8ur og vel látinn, og forgöngu-
ma8ur þeirra, sem óska hius nánasta sambands meSal allra
Nor8urlanda. — 14. júlí dó Johan August Gripenstedt,