Skírnir - 01.01.1875, Qupperneq 134
134
BANL'ARÍKiN.
í Washington er tekiS aS skerSa þeirra rjett, sem fjölkvæni aS-
hyllast. HöfuSprestur Mormóna hefur líka mátt sæta lögsókn og
þungum sektagjöldum fyrir ýmsar sakir. Nýlega hefur hann sent
frá sjer hirSisskjal, þar sem hann uppörfar og hvetur hjörS sína
til þolgæSis, huggar Mormóna meS þvi, a<5 Bandaríkin sje ekki
annaS enn stór leirjötun, sem eigi skammt til hruns og eySilegg-
ingar, en bendir þeim um leiS á, aS þeir sjálfir munu eiga þá
þraut fyrir höndum, aS taka sig upp úr byggSarlandi sínu og
leita nýrrar bólfestu, t. d. suSur i Mexiko.
Hinn nafnkendasti þeirra manna, sem hafa dái8 þar vetra
ári8 sem leih, er Charles Sumner. Hann dó í fyrra í marz,
og befur í meir enn 20 ár setið í öldungaráöinu í Washington
og staSiS þar i broddi þjóÖvaldsmanna, enda var þaö hann, sem
kom þeim fiokki saman og hóf hiS örSuga stríS viS þrælamenn.
Hann var þreklundadur maSur og fullur frelsisástar. Hann hafSi á
fáum árum sinn flokk svo efldan, aS hann gat komiö Lincoln fram
viö forsetakosninguna 1860. Vottur um hugsunarhátt þessa manns
eru orS hans í Boston (en hann er þar fæddur) í ræSu til
borgaramanna 20- nóv. 1855: „Samþegnar minir! vjer stofnum
nú nýjan flokk. Hyrningarsteinn hússins nýja, er vjer reisum,
verSur frelsiS, og máttarstoSirnar skulu vera sannleikur,
rjettlæti og mannúö. í líking viö Kapítólíum Rómverja, sem
bæSi var musteri og kastali, skal hjer þaö altari reist, sem veröur
samboSiS verndaranda hinnar ameríkönsku þjóSar og þjóSlaga.“
Áriö á eptir 21. raaí flutti Sumner þá ræSu í öldungaráSinu,
sem geröi þrælaburgeisana mjög æsta. Annan dag eptir gekk
einn þeirra, Preston Brooks frá SySri Karólínu, aS Sumner meS
digran staf úr kvoöuleöri (guttapercha) og veitti honum þau
högg í höfuSiS, aö hann fjell í öngvit, lá lengi rúmfastur og
varS aldri f'ullheill síSan. TilræSiS mæltist illa fyrir, og hafSi
þær afleiSingar, aS flokkur Sumners harSnaSi og efldist upp frá
þessu dag frá degi. Sumner varö nú öllum harmdauSi, en
engum meir enn hinum svörtu mönnum. þeir komu flokkum
saman þangaS hvern dag, þar sem hann lá banaleguna, aS spyrja
eptir hvernig honum liSi, en grjetu hann látinn sem fööur sinn.
JarSarför hans var gerS meö mikilli viShöfn og virSingu, og