Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1891, Page 10

Skírnir - 01.01.1891, Page 10
10 BISMARCK ÚR SESSI. ngustu öld. Það mátti segja um hann: „enginn frýr honum vits, en grun- aðar er hann um græzku“. Þýzkaland. Á öndverðu árinu var ríkisþingið í Berlín að þinga um, hvort fram- lengja skyldi harðýðgislögin gegn sósíalistum, sem voru útrunnin 30. sept- ember 1890. Stjórnin (Bismarek) vildi skerpa þau, t. d vísa mönnum úr landi o. fl., og framlengja þau. Málið var lengi soðið í nefnd og varð ofan á, að fella skerpigreinarnar i frumvarpinu, en framlengja lögin gegn sósíal- istum eins og þau voru. Stjórnin tók þessum breytingum með hálfum huga, og varð rauuar fegin, að frumvarpið var fellt, því hún vildi annað- hvort hafa sitt upprunalega fruinvarp fram eða ekkert frumvarp. Það kom síðar fram, að raunar voru keisari og Bismarck missáttir um lögin, og skildi þá á um það, hvort nokkur sérstök lög skyldi hafa fyrÍT sósial- ista. Þegar Bismarck datt úr veldisstóli sínum, tók Georg Leo Caprivi (de Montecuculi) við embættum bans. Hann er likur Bismarck á biún og brá, jötunvaxinn og höfuðstór. Hann hefur verið herforingi og er rúm- lega íimmtugur að aldri. Þing var sett í öndverðum mai; hélt hann þá ræðu og bað menn að vera umburðarlynda við sig, sem tæki við af slíku heljarmenni sem Bismarck. Því næst lagði hann fyrir þingið frumvarp um nýlendurnar í Afriku, um herauka og til verkmannalaga. Moltke hélt snjalla ræðu fyrir heraukanum, og kvað hann bráðnauðsynlegan til að halda við friðnum. Var her Þjóðverja þannig aukinn um tíunda hluta af her þeirra á friðartímum. Hermálaráðgjafinn skýrði nefnd þeirri, er sett var í málið, frá, að heraukinn mundi kosta 40 miljónir marka þegar i stað og 18 miljónir á ári, og þó væri her Prakka á friðartímum mann- fleiri og hefði langtum fleiri fallbyssur. Er her Þjóðverja nú 516,000 í friði. Moltke varð níræður 26. október. Hellmuth von Moltke er fæddur í Holstein um það leyti sem bardaginn stóð við Marengó, 1800, og var þannig þýzkur þegn Danakonungs. Hann lærði hermennsku á hemaðar- skóla í Höfn og var undirforingi (lieutenant) í Danaher. Hann sótti um að mega ganga í herþjónustu á Þýzkalandi, 1822, og fékk leyfið, en lof-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.