Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1891, Page 20

Skírnir - 01.01.1891, Page 20
20 FRAKKLAND. aptur ámóti að llytja einhverja vöru með líkumkjörum inn í það ríki, þáfær í>ýzkaland um leið rétt til að flytja þá vöru inn í Frakkland með sömu kjörum og þetta riki. Við árslok var ekki búið að útkljá þessi vanda- mál. Frakkar hafa lögtekið ýmsar góðar reglur, til að vernda verkmenn gegn ójöfnuði húsbænda, og gengst maður sá, er heitir Jules Simon, mest fyrir því. Hann var einn af hinum 5 fulltrúum Frakka á Berlínarfundin- um i marzmánuði og sýndi Vilhjálmur keisari honum miklar virktir, gaf honum skrautútgáfu af ritum Friðriks mikla o. s. frv. Bæði Þjóðverjar og Englendingar hafa kannazt við, að Madagascar, hin mikla ey austan við Afríku, væri undir vernd Frakka. Eyjarskeggjar hafa drottningu og stjórn sér, en þegar tímar líða fram, verður eyjan frönsk. Englendingar hafa kannazt við, að Frakkar mættu leggja allt land undir sig norðvestan til í Afríku, í Súdan, suður að línu, sem er dregin frá Say við Nigerfljótið til Barrua við Tchadvatnið. Þó ná eignir hins enska Nigerfélags spölkörn norður fyrir þessa línu, og tveir menn frá hvoru ríki eiga að setja nánari takmörk og landamæri. Þannig stendur hagur Frakka glæsilega i Afríku. Hið franska þjóðveldi er nú tvítugt og virðist standa fastara en nokkru sinni. Páflnn hefur látið kardínála rita Lavigerie þeim, er áður er um getið, bréf á þá leið, að hinni kaþólsku kirkju standi á sama, hvort þjóðveldi eða einveldi sé í landinu. Leo þrettándi hefur sætt sig við þjóðveldisstjórnina, þegar hann sá, að tilrauuir konungsinna og Boulangersinna, að steypa því, fóru svo hraparlega á höfuðið. Bretaveldi 1790—1890. Árið 1890 kom út bók eptir sir Charles Dilke, sem nefndist „Problems of Greater Britain" (áhugamál Bretlands hins meira). Engin bók hefur um langan aldur vakið jafnmikið athygli um hinnmenntaða heim, sem þessi bók um framtíð Bretaveldis og hins enska kyns á jarðarhnettinum. Þeg- ar síðasti ártugur hinnar nítjándu aldar var að byrja, lítur höfundur hundr- að ár aptur fyrir sig og hundrað ár fram.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.