Skírnir - 01.01.1891, Síða 26
'26
BRKTAVELDI 1790—1890.
væri í bandalögum, þá mundi hiin ekki leyfa t. d. Queenslandi að segja
sig undan Bretaveldi og úr bandalögunum, því það mundi í mörgu ríða i
bága við hin önnur fylki. En eins og nú er ástatt, fengi England ekki
að gert, þó Queensland segði upp öllu lögum og lofum við það, og gerð-
ist þjóðveldi. New Zealand er á báðum áttum með bandalögin, því það
er hrætt um að það verða borið ofurliða af meginlandi Ástralíu. Ástralíu-
búar ætla sér að ráða fyrir öllum eyjum í Kyrrahafi og líkar stórilla
sakamannabyggðir Frakka á Nýju Caledoníu. Þeir drógu upp brezka
fiaggið á Nýju Gíneu, því þeim þótti England verja löðurmannlega rétt
barna sinna gegn Þjóðverjum, og þeir mótmæltu sterklega kröfum Frakka
til Nýju-Hebridanna. Þeir mundu framfylgja Monroe-kenningu Ameríku-
manna, ef þeir hefðu máttinn til þess.
í Suður-Afríku hinni ensku ráða Hollendingar eins miklu og Frakkar
í Canada, enda bjuggu þeir þar fyrir, þegar Englendingar komu, eins og
Frakkar i Canada. Fyrir 9 árum var allt í handaskolum þar syðra. Búr-
arnir* börðu Englendinga. Hollendingar báru þá ofurliða á þinginu í
Cap. Spáð var, að Englendingar mundu hrökklast út, úr Suður-Afríku, og
ætluðu þeir sér að eiga þar eptir víggirta stöð, að eins vegna Indlands.
Þá varð Hercules Robinson jarl. Hann sætti alla flokka. En fjárhagur-
inn stóð á völtum fótum. Þá fannzt gull í Witwatersrand norður í Trans-
vaal, 1886, og Englendingum var borgið.
Upp á hálendinu, þar sem fyrir fjórum árum voru að eins fáeinir Búra-
bæir, stendur nú hin fjölmennasta borg í Suður-Afríku, Johannesburg, al-
ensk og enskumælandi borg. Það er líkt og þegar Kalifornía byggðist
forðum daga. En þessi nýlenda vill heldur búa við ok Búranna, en ganga
undir stjórnina í Cap, og þó eru nú 7 Englendingar um einn Búra í
Transvaal, svo hægt væri fyrir þá að taka tögl og hagldir. Gamall,
lítt menntaður Búra-bóndi, Páll Kriiger, ræður öllu í Transvaal. Honum
hefir enn sem komið er tekizt að koma svo ár fyrir borð, að enginn járn-
brautarspotti Itefur verið lagður í Transvaal. Búrar ferðast í vögnum, og
beita nxum fyrir; græða þeir stórum á því, að engin járnbraut tengir
landið við eignir Breta. Á tveim stöðum eru járnbrautir komnar í ná-
munda við Transvaal, en Páll gamli heldur við sinn þráa.
Það er undarlegt, að á því landi, sem Englendiugar seldn Búrum í
kendur eptir ósigra sína 1881, er risin upp á örstuttum tíma aðalborg
') hollenzkt orð boer=bóndi (frb.: búr).