Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 26

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 26
'26 BRKTAVELDI 1790—1890. væri í bandalögum, þá mundi hiin ekki leyfa t. d. Queenslandi að segja sig undan Bretaveldi og úr bandalögunum, því það mundi í mörgu ríða i bága við hin önnur fylki. En eins og nú er ástatt, fengi England ekki að gert, þó Queensland segði upp öllu lögum og lofum við það, og gerð- ist þjóðveldi. New Zealand er á báðum áttum með bandalögin, því það er hrætt um að það verða borið ofurliða af meginlandi Ástralíu. Ástralíu- búar ætla sér að ráða fyrir öllum eyjum í Kyrrahafi og líkar stórilla sakamannabyggðir Frakka á Nýju Caledoníu. Þeir drógu upp brezka fiaggið á Nýju Gíneu, því þeim þótti England verja löðurmannlega rétt barna sinna gegn Þjóðverjum, og þeir mótmæltu sterklega kröfum Frakka til Nýju-Hebridanna. Þeir mundu framfylgja Monroe-kenningu Ameríku- manna, ef þeir hefðu máttinn til þess. í Suður-Afríku hinni ensku ráða Hollendingar eins miklu og Frakkar í Canada, enda bjuggu þeir þar fyrir, þegar Englendingar komu, eins og Frakkar i Canada. Fyrir 9 árum var allt í handaskolum þar syðra. Búr- arnir* börðu Englendinga. Hollendingar báru þá ofurliða á þinginu í Cap. Spáð var, að Englendingar mundu hrökklast út, úr Suður-Afríku, og ætluðu þeir sér að eiga þar eptir víggirta stöð, að eins vegna Indlands. Þá varð Hercules Robinson jarl. Hann sætti alla flokka. En fjárhagur- inn stóð á völtum fótum. Þá fannzt gull í Witwatersrand norður í Trans- vaal, 1886, og Englendingum var borgið. Upp á hálendinu, þar sem fyrir fjórum árum voru að eins fáeinir Búra- bæir, stendur nú hin fjölmennasta borg í Suður-Afríku, Johannesburg, al- ensk og enskumælandi borg. Það er líkt og þegar Kalifornía byggðist forðum daga. En þessi nýlenda vill heldur búa við ok Búranna, en ganga undir stjórnina í Cap, og þó eru nú 7 Englendingar um einn Búra í Transvaal, svo hægt væri fyrir þá að taka tögl og hagldir. Gamall, lítt menntaður Búra-bóndi, Páll Kriiger, ræður öllu í Transvaal. Honum hefir enn sem komið er tekizt að koma svo ár fyrir borð, að enginn járn- brautarspotti Itefur verið lagður í Transvaal. Búrar ferðast í vögnum, og beita nxum fyrir; græða þeir stórum á því, að engin járnbraut tengir landið við eignir Breta. Á tveim stöðum eru járnbrautir komnar í ná- munda við Transvaal, en Páll gamli heldur við sinn þráa. Það er undarlegt, að á því landi, sem Englendiugar seldn Búrum í kendur eptir ósigra sína 1881, er risin upp á örstuttum tíma aðalborg ') hollenzkt orð boer=bóndi (frb.: búr).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.