Skírnir - 01.01.1891, Side 50
50
AFRÍKA.
hannes sá, er féll 1889, en vill þó ekki selja þeim einn blett af Abyssiníu.
Heima á Ítalín er megn kurr yfir ólánlegum og dýrum fyrirtækjum stjórn-
arinnar í Afríku.
Spánverjar eiga lítið land í Afríku, enda hafa þeir enga samninga
gert þetta ár. Þeim er illa við, að Englendingar haía dregið mikinn hluta
af verzlun Marokkós í hendur sér, en fá ekki við því gert.
Ameríka.
Bnndurikin.
Voðaleg tollöld gekk í garð í Bandarikjuuum 1890. Harrison og
flokkur hans, „rep(ihlikanar“, situr að völdnm. En sá maður er ræður mestu
er ekki Harrison heldur Blaine, utanríkisráðgjafi. Hann vill reyna að
koma allri Ameríku í handalög gagnvart Evrópu með tolla, verzlun og
því um líkt. Einn af fylgismonnum hans, Mac Kinley, lagði frumvarp fyr-
ir alríkisþingið í Washington um að hækka tolla á öllum vörum, öllu lif-
andi og dauðu, sem flutt er til Bandaríkjanna frá Evrópu. Kvað hann
verknað, iðnað, landbírnað og alla framtaksemi Amerikumanna mundu
blómgast moir en að undanföruu, ef þessu yrði framgengt; þá muudn verk-
menn fá hærri laun o. s. frv. Lengi sumars var verið að þrefa um þetta
á þingi, en 1. október var frumvarpið iögleitt. Matvæli, fatnaður o. fl.,
varð langtum dýrara en áður. Forseti getur, ef svo ber undir, að eitt-
hvert ríki tálmar eða með einhverju móti bagar innflutning á vörum frá
Bandáríkjunum, bannað um tiltekinn tíma innflutning á tilteknum vörum
frá því ríki og þarf hann ekki að leita samþykkis þings í því efni. Hann
getur bannað innflutning á matvælum eða drykk, ef hanu heldur, að þau
séu fölsuð eða skaðvænleg. Tuttugu þúsund króna sekt eða 3 ára fangelsi
liggur við að flytja inn í Bandaríkin svín, naut eða sauði, sem eru veik
af sóttnæmum sjúkdómuin.
Evrópa sá nú, að allir vöruflutningar til Bandaríkjanna mundu verða
ógjörningur eptirleiðis. Margir komust á vonarvöl og misstu atvinnu
sína. Vildu sum Evrópuriki setja liart móti hörðu, en gátu ekki orðið
samtaka og varð því ekkert tir. Gladstone hélt ræðu um lögin, sagði, að
þessi ólög mundu detta uin sig sjálf, og Englendingar þyrftu ekki að fara