Skírnir - 01.01.1891, Side 55
MANNALÁT.
55
Johanne Louise Heiberg, mesta leikkona Dana, dó degi síðar en Gade.
Hún fæddist í Höfn 1812. Foreldrar hennar voru fátækir. Þegar hún
var 8 ára gekk hún á dansskóla hins konunglega leikhúss. Var hún talin
ágæt dansmær. Fór síðan að brydda á að hún hefði afbragðsgáfur til að
leika; ritaði Johan Ludvig Heiberg þá ýmsa leiki, er voru ætlaðir henni
að leika í. Þegar hún var 17 ára, fékk hún nafnbótina „konungleg leik-
kona". Hún giptist Heiherg árið 1831 og ferðaðist utanlands með honum.
Hún hefur leikið 268 þætti (roller) i sorgarleikjum og gleðileikjum, allt
jafn meistaralega og fagurlega. Hún ték í síðasta sinni 2. júlí 1864. Hún
gaf út 1882 rit um Peter Andreas Heiberg og Thomasine Gyllemborg, for-
eldra manns síns, sem eru bæði mjög merk í bókmenntasögu Dana.
John Henry Newman, ritsnillingur mikill og foringi kaþólskra manna
á Englandi, andaðist sumarið 1890. Hann fæddist 1801 í Lundúnum og
varð á unga aldri prestur í Oxford. Á árunum 1835—41 gekk hann
i bandalag með öðrum ungum mönnum til þess að vekja kirkjuna upp af
andlegum svefni hennar. Gáfu þeir út ýms rit. Fékk hann ávítur af bisk-
upi og gerðist kaþólskur 1845. Reyrnli hann síðar að útbreiða kaþólsku í
ræðum og ritum og var hann talinn mestur snillingur allra guðfræðinga
á Englandi, svo engin furða er, þó honurn yrði nokkuð ágengt. Hann var
gerður kardináli 1879. Rit hans komu út i Lundúnum 1870—79 í 34 bindum.
Annarafhinum ágætustu guðfræðingum, sem uppi voru, Johannes Josef
Ignotus von Döllinger, andaðist í Miinchen. Hann fæddist 1799 í Bamberg
og varð prófessor i kirkjusögu og kirkjurétti í Munchen 1826. Hann
var mjög frjálslyndur maður og barðist fyrir rétti vísindanna gagnvart
pátastólnum; 1861 ritaði hann bók og hélt fyrirlestur um, að bezt væri
að páfaríkið kæmist undir ítaliukonung og vald páfa yrði einungis and-
legt. í nafnlausu riti „Janus“ (1869) mótmælti hann og braut á bak apt-
ár kenninguna um, að páfa gæti ekki skeikað. Samt vildi haun ekki fylgja
þeim, er sögðu páfa í Róm upp hlýðni og hollustu útaf þessu. Pius níundi
bannfærði hann 1871, en háskólinn í Miinchen kaus hann þá til rektors
og margir háskólar utanlands og innan kepptust um að gera hann að
heiðursdoktor.