Skírnir - 01.08.1905, Qupperneq 8
200
Verzlun Islendinga og samvinnafélagsskapur.
ir ekki í Landshagsskýrslunum frá þeirn árum. Eigf
skýra skýrslurnar heldur frá verði á vörum eftir löndunr
þeirn, sem þær voru seldar og keyptar í, en á síðustu ár-
um er farið að skýra frá því, hvernig íslenzka verzlunin
skiftist milli annara landa. Frá Danmörku eru nú fluttar
rniklu meiri vörur til Islands en frá öðrum löndum, en
aftur á móti er flutt meira af vörum frá íslandi til ann-
ara ríkja en til Danmerkur. Ef draga má ályktun af
þessu um útfluttar vörur 1883, þá haía fleiri Islandsför
v(‘rið affermd en hlaðin í öðrum ríkjuin, heldur en Dan-
mörku. Nú hefir verkakaup í Englandi og i Skotlandi
verið hærra eða að minsta kosti eins hátt og í Kaup-
mannahöfn, en i sumum þeim löndum, þar sem Islandsför
eru affermd og hlaðin, en verkakaup að líkindum lægra.
Samt sem áður má þó ætla að verkamenn í Kaupmanna-
höfn 1883 hafi eigi fengið nema helminginn af fé því,
sem greitt var í erfiðislaun við vörur til og frá Islandi.
Það má því bæta 360000 kr. erfiðislaunum við
verzlunarkostnaðinn og er þá kostnaðurinn orðin 4530000 kr.
En þegar erfiðislaun við vörur til og frá Islandi eru í út-
löndum um 720000 kr., þá má geta nærri að þau eru einn-
ig allmikil á Islandi við allar þær vörur, sem eru fluttar
héðan og hingað til landsins. Það er því liklega oflitið
í lagt að telja þau með í kostnaðinum við verzlanirnar
hér á landi, og mætti ef til vill bæta alt að því hálfri
miljón kr. við þær 1410000 kr., sem hann er áætlaður.
Enn er eftir að telja leigu eftir þau skip, sem
voru úr öðrum ríkjurn.
Dönsk skip, sem silgdu árið 1883 frá Danmörku til
Islands, fengu í leigu 900000 kr., en 103 skip með rúmlega
19000 smálestarúmi komu frá öðrurn löndum. Þau hafa
fæst verið dönsk, heldur flest ensk eða norsk, en það er
eigi hægt að vita, hve mörg þau hafl verið. Et' gert er
ráð fyrir, að tveir þriðjungar þeirra liafl verið úr öðrum
ríkjum, en einn þriðjungurinn hafi verið dönsk skip, og ef
leigan eftir þau er sett eins og eftir dönsku skipin, þá
verður það um 600000 kr., og er þá ágóði kaupmanna