Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 11

Skírnir - 01.08.1905, Page 11
Yerzlun Islendinga og sara vinnufélagsskapur. 203 vinnukraft. En það er eigi hægt að segja með vissu, hvað allur þessi kostnaður er mikill; svo mikið er víst, að hann skiftir miljónum króna á ári hverju. Þetta nægir til þess að sýna, hve verzlunin er lands- mönnum dýr; og þungbært hefir það verið fyrir hina ís- lenzku þjóð að mestallur ágóðinn af verzluninnni hefir öld eftir öld gengið út úr landinu. Það heflr eyðilagt efna- hag þjóðarinnar, dregið úr henni hug og dug og spilt henni siðferðislega. Svo eg nefni sérstaklega efnahag þjóðarinnar, þá er þjóðareignin eigi orðin meiri en hún var, áður en verzlunareinokunin hófst, nema húseign í kaupstöðum. Er það aðallega verzlunareinokuninni að kenna. 111. Það liggur í hlutarins eðli að verzlun landsins hlýtur ávalt að kosta allmíkið te, en hins vegar er það ljóst, að kostnaðurinn við hana þarf eigi að vera eins mikill eins og hann er. Hver sá sem kynnir sér verzlunarmál yflr höfuð og virðir jafnframt fyrir sér íslenzku verzlunina, mun skjótt komast að raun um að margt má spara, og mikill sá kostnaður, sem nú hvílir á landsmönnum eins og farg, er í raun réttri alveg óþarfur. Þær þjóðir, sem eiga einungis innlenda Kaupmenn og eiga þar í raun og veru góða borgara sem kaupmenn eru, eru þó fvrir löngu farnar að flnna til þess að kaupmanna- stéttin er dýr. Allar vörur verða svo dýrar við það að þær ganga í gegnum hendurnar á mörgum milligöngu- mönnum, kaupmönnum. Þeir leggja allir á þær og af því lifa þeir og græða stundum stórfé, er þeir geta lagt mikið á vörurnar. Menn verða að hafa það í huga að takmark kaupmannanna er að kaupa vörur svo ódýrt, sem hægt er, og að selja þær aftur svo dýrt, sem hægt er. Til þess að komast í veg fyrir öll þau þungu gjöld, sem ganga til kaupmanna, stofna menn kaupfélög og kaupa i félagi þær vörur, sem menn þurfa, og revna

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.