Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 16

Skírnir - 01.08.1905, Page 16
•208 Verzlun Islendinga og samvinnufélagsskapur. tækju þar aftur vörur landsmauna, þá rrði verzlunin innlend og útlendir kaupmenn hlytu að hverfa úr sögunni frá oss. Landsmenn munu geta komið á sameignarkaupfélög- um hjá sér eins og þeir korna á rjómabúum. Þá er menn hafa lært bókfærslu almennar en nú er títt og með leið- beiningu eins og við rjómabúin, mun það reynast liægt. Aftur á móti vantar Islendinga þá þekkingu á verzlun erlendis, sem þarf til þess að kaupa inn vörur, og setja samfélag á stofn og stjórna því svo í lagi sé. En danskir bændur hafa fengið þá reynzlu, enda standa þeir margfalt betur að vígi, og eiga svo ágætt samfélag, að bændur í Suður-Svíþjóð vilja komast í félag við þá og njóta hjálpar þess. Eg hefi rætt ítarlega þetta mál við forstjóra sam- félagsins, Severin Jörgensen, ög er hann fús á að hjálpa íslenzkum bændum og Islendingum yfirleitt til þess að koma slíku samfélagi og sameignarkaupfélagsskap á. Hann sér að það er langerfiðast fyrir Islendinga að kaupa inn vörur handa sér sjálfir fyrst í stað, og hann vill hjálpa með það þannig, að samfélag sameignarkaupfélaganna í Danmörku kaupi inn allar vörur og sendi þ;er beinustu leið til Reykjavíkur frá þeim stað, sem þær eru keyptar á. En frá Reykjavík yrði aftur að senda út allar vörur, sjó- veg eða landveg eftir ástæðum. Islendingar skvldu einnig fá jafnan ágóða hjá samfélaginu eins og dönsk félög í hlutfalli við það, sem þeir keyptu. Á þennan hátt væri hægt að koma upp samfélagi í Reykjavik. Það yrði að nokkru leyti sem deild úr hinu stóra samfélagi sameignar- kaupfélaganna dönsku — að sínu leyti eins og Jótar hafa deild fyrir síg í Árósum og Fjónbúar í Oðinsey — en þó eingöngu fyrir ísland. Á þennan hátt ætti það ekki að vera óvinnandi verk, að gjöra Reykjavík að höfuð- stað hinnar íslenzku verzlunar, að minsta kosti íyrir alt Suðurland og Vesturland. Með því að kaupa alt í stórkaupum, geta menn kom- ist að miklu betri kaupum. Framleiðendur og neyt- endur eiga að geta á þennan hátt fengið ágóðann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.