Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 18

Skírnir - 01.08.1905, Side 18
210 Verzlun Islendinga og samvinnufélagsskapur. Láta menn venjulega hönd selja hendi, því að öll við- skifti verða greiðust á þann hátt og ódýrust. Félög þessi hafa búð, sem félagar geta fengið vörur í alt árið. Af- greiðslumaðurinn er launaður og fær oft 6% af verzlunar- upphæðinni, en þá verður hann að ábyrgjast að vörurnar rýrni ekki, en hjá því er ekki hægt að komast með sumar þeirra, svo sem sykur; hann leggur til pappír til umbúða og flytur sumar vörurnar frá næstu járnbrautarstöð heim til sín. Hann býr venjulega í sama húsi og búðin er. Þá er kostnaðurinn er frá dreginn, hefir hann í laun eigi meira en 4°/0 og ókeypis húsnæði. Einn af stjórnarmönnunum er venjulega bók- eða reikningshaldari. Hann heldur bók yfir vörur þær sem sameignarkaupfélagið fær; og fær hann þóknun fyrir það. Formaður stjórnarinnar pantar venjulega vörur hjá samfélaginu eftir þörfum. Þetta, sem eg hefi nú sagt hér, eru að eins bend- ingar til íhugunar. En eins og yður mun vera ljóst er hér um þýðingarmikið mál að ræða, í raun réttri það mál, sem ásamt ræktun landsins er undirstaðan undir öllum efnahag þjóðarinnar. Það hefir hina mestu þýð- ingu, að ágóðinn eða sem mestur hluti af ágóðanum af afurðum landsins og af verzluninni lendi hjá landsmönn- um sjálfum. Hér er um svo mikla fjárupphæð að ræða, að á 10 til 20 árum nemur það jafnmiklu og Is- land alt kostar með öllum húsum og lausafé, bæði lifandi og dauðu. Þá er það verzlunarlag kemst á, að rnestur ágóðinn af verzlun landsins lendir hjá lands- mönnum sjálfum, þá fer ísland fyrst að taka stórkost- legum framförum á skömmurh tíma. En því má eigi heldur- gleyma, að allur samvinnu- félagsskapur hefir mentandi og betrandi áhrif á menn. Hann kennir mönnnm félagsskap og er sem verklegur skóli, fræðandi og livetjandi til framkvæmda. Altítt er það líka erlendis, að samvinnufélögin verji nokkru fé til þess að menta menn og koma á ýmsum nauðsynjafyrir- tækjum fyrir félagsmenn sérstaklega. Þau efla mentun á

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.