Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 19

Skírnir - 01.08.1905, Page 19
Verzlun Islendinga og saravinnufélagsskapur. 211 ýmsan hátt. Samfélagið danska lætur t. a. m. tvisva-r á ári veita kenslu í bókfærslu og vörufræði (þ. e. þekkiugu á vörum) og hnida fræðandi fyrirlestra um samvinnufé- lagsskap. Þá er byrja skal á einhverju iiýju, ríður mest á að fræðast um það, og gjöra sér glögga grein fyrir því, sem þarf, til þess að geta komið því á. Það er byrjunin, að afla sér þekkingar til framkvæmda. Vér þurfum líka að bvrja með því að fræðast um verzlunarmálefni vor og búa menn undir til þess að hrinda verzlun vorri i rétt horf og koma á samvinnufélagsskap. Og vér skulum líta fram í tímann og hafa það hug- fast, að alt má bæta, og umskapa. Vér skulum hugsa oss það, að mjög liægt væri að senda afurðir vorar liéðan úr sýslunum til Reykjavíkur, og þaðan til útlanda þær vörur, sem seldust eigi í Reykjavík, I útlöndum borga auðugir menn vel góðar vörur. Dálitlir dilkar bornir um nýjár kosta t. a. m. 25 kr. í miðjum marzmánuði í Kaupmanna- höfn. Ef bændur kæmu velverkuðu dilkakjöti á markað- inn með hægu móti og lítið söltuðu eða nýju, mundu þeir fá það vel borgað. Já, hugsum oss það, að vér gætum sent smjörið og aðrar afurðir daglega til Reykjavikur, þá mundi verðið á þeim stíga og allar jarðir hér um 3veitir hækka í verði. Þá tækju menn að rækta þær upp vel, eins og Vilhjálmur bóndi Bjarnarson hefir þegar gert við Rauðará hjá Reykjavík. Og bændur fengju einnig fé til þess að gera það, er afurðirnar seldust vel. Ég heyri menn nefna járnbraut hingað úr Reykjavík. Ég mintist á járnbraut í bækling mínum, Framtíðarmál- um, fyrir fjórtán árum, en ég vil nú leiða athvgli manna að sporbraut fyrir »elektriska« vagna. Slík braut er talin þrisvar sinnum ódýrari en járnbraut, þótt báðar séu reknar með gufu. Tveir elektriskir sporvagnar geta fiutt alt að því 150 manns í einu eða áburð af 150 hest- um. Þeir geta hæglega farið á dag frarn og aftur jafn- langa leið og héðan til Reykjavíkur, en vér þurfum eigi að kaupa kol til þess að reka þá. Skamt héðan er dýr- mætur blettur. Það er Búðafoss í Þjórsá. Hanngetur 14*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.