Skírnir - 01.08.1905, Síða 23
Skálholt.
215
sýn, og einnig fyrir sólina part úr deginuni þegar sólar-
gangurinn er lágur. En fellið sjálft ef svipmikið og bætir
því nokkuð upp það sem það tekur burtu, og dalurinn,
sem Hvítá rennur eftir milli þess og staðarins, er mjög
fagur.
En til suðvesturs er útsýnin fegurst. Þar sér niður
eftir sléttlendinu vestan undir Vörðufelli, niður um Suður-
landsundirlendið alt til hafs. Hvítá breiðir þar mjög úr
sér og »blikar eins og bráðið gull i deiglu« í skini mið-
degissólarinnar. Lengra niður með henni sést Hestfjall
í Grímsnesi með brattan kamb ofan að ánni. Vestur undan
blasir við Mosfell í Grímsnesi með kirkjustaðinn sunnan
undir fjallinu, og þar bak við sér til blárra fjalla: Heng-
illinn, Esjan, Laugardalsfjöllin o. s. frv.
Þannig eru staðhættir í Skálholti — umgjörðin, tjöldin,
utan um atburðina, sem þar hafa gerst. Því verður ekki
neitað, að bæjarstæði er þar fremur fagurt; en i grendinni
er það þó víða fegurra, t. d. á Mosfelli.
Ætla mætti, að einhverjar mikilfenglegar og merki-
legar fornleifar væru i Skálholti, þar sem ekki eru nema
rúm 100 ár síðan biskupsstóll lagðist þar niður, og hafði
þá staðið þar í 744 ár, t. d. rústir eftir stórar steinbygg-
ingar, víggirðing, eða þó að minsta kosti dómkirkja. En
því er ekki að heilsa. Nokkrar grasigrónar tóftir, fáein
örnefni úr Biskupasögunum — það er alt og sumt.
Ekki einu sinni upphlaðinn vegarspotti, sem minni á,
að þarna hafi höfuðból staðið.
Þetta leiðir af því, að' aldrei hafa verið bygðar þar
neinar stórbyggingar fyrir opinbert fé handa biskupunum.
Þeir hafa sjálfir bygt upp staðinn, þegar þess hefir þurft
með, og reynt að skila lionum í sem líkustu standi og þeir
tóku við honum. Skálholt hefir því alt af verið vel hýst-
ur, íslenzkur torfbær — en ekkert meira.
Það er þvi ekki mikið að sækja í Skálholt að því er
fræðslu um fortíð þess snertir. Þó þykjast líklega fiestir,
sem unna fortíð þessarar þjóðar, hafa betur komið þar
en ekki.