Skírnir - 01.08.1905, Page 26
218
Islenzk höfuðból.
og var sem í drífu sæi, en er menn kendu liann, vildu
menn t'yrir engan mun honum mein gera, og stöðvaðist
þá bardaginn«. (Sturl. [Bm.fél.] 6. þ. 35. ka.p.).
Þegar á fyrstu árum eftir lok þjóðveldisins fóru menn
að komast að raun um, að hið unga höfuðból, sem þeir
höfðu glatt sig svo mjög yfir, fór að færast í aukana og
vaxa þeim yfir höfuð, svo að það jafnvel bauð alþingi
byrginn. »Guðslög« báru »landslög« ofurliða, og í Staða-
málunum í tið Arna biskups Þorlákssonar (1269—1297)
dregur Skálholt taumana úr liöndum bænda.
Eftir það verður það meira ægilegt en þjóðlegt, höfuð-
stöð hins rammasta kirkjuvalds, aðsetur útlendra ribbalda
og dáðleysingja, sjúgandi og beygjandi þjóðfélagið, meira
bannfærandi en blessandi, og stundum likara ræningja-
bæli en biskupsstól — þar til 1466 að aftur koma inn-
lendir biskupar.
En gaman hefði þó verið að sjá Skálholt einnig á
þeim dögum. Glaðvært heflr verið þar stundum og jafn-
vel sukksamt í skjóli biskupsvaldsins. Biskuparnir héldu
vinum sínum veizlur og voru glaðir, meðan óvinir þeirra,
stundum mestu menn landsins, sátu þar í dimmu jarðhúsi
og börðu flsk í lítilsvirðingarskyni. Einna mest heflr þó
kveðið að sukkinu á Þorláksmessu á sumri (20. júlí), sem
var stærsti hátíðisdagur ársins. Þá söfnuðust saman á
staðnum mörg hundruð manns og slógu tjöldum alt um-
hverfis hann, því hátíðin stóð oft nokkra daga. Þetta var
gert í því skyni að heiðra verndardýrling staðarins, Þor-
lák helga, og var þá skrin hans, dýrgripurinn mikli, borið
umhverfls staðinn »með reykelsis ilmi og rómverskum
söng«, en í raun og veru voru samkomurnar til mann-
fagnaðar og þá um leið ágætt tækifæri til að sýna rausn
og dýrð biskupanna og blinda lýðinn með dýrðarskini, og
hafa líklega hvorki verið siðbætandi né öllum jafn geð-
feldar.
Það var á slíkan hátíðisdag sem þeir Teitur Gunn-
lögsson í Bjarnanesi og Þorvarður Loítsson frá Möðruvöll-
um fóru að Jóni Gerrekssvni 1433. Þeir sundriðu