Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 32

Skírnir - 01.08.1905, Page 32
224 Islenzk höfuðból. moldum hans var sálmurinn »AIt eins og blómstrið eina« sunginn í fyrsta skifti. Eftir það fer skörungsskapurinn smárénandi hjá bisk- upunum og konungsvaldið eykst að sama skapi, og síð- ustu biskuparnir leita sér yndis í því öðru fremur að rifja upp sögur hinna fyrri. En enn þá hélt þó Skálholt áfram að vera miðstöð menta og menningar, og það var skólanum að þakka, sem eftir siðaskiftin var farið að hlynna meira að. Þar óx upp nýgræðingurinn, ungur og hraustur, í skjóli biskupsvaldsins, og aga þess. Þrátt fyrir farg það, af kreddum og þröngsýni, sem á honum hvíldi, teygði hann sig þó stöðugt upp í ljósið og loftið og fann kraftinn í sjálfum sér. í raun og veru bendir það ekki á annað en sjálfstæðis- og rannsóknarþrá, þegar skólapiltar á dög- um Brynjólfs biskups, á miðri galdrabrennuöldinni, gerðu all-alvarlega tilraun til að vekja upp draug! og notuðu til þess sjálfa dómkirkjuna! En tilraunin mistókst, og það er nógu fróðlegt að lesa í Arbókum Espolíns alia galdrastafaskrána, sem gerð var upptæk hjá piltum. En dagar Skálholtsskóla voru líka taldir. I jarð- skjálftanum 1784 hrundu staðarhúsin, og eftir það var hann fiuttur til Reykjavíkur eins og Hólaskóli, báðir bisk- upsstólarnir o. fi. — ákvörðun, sem runnin var frá dönsk- um en ekki íslenzkum hjartarótum. Hér er það eitt gripið, sem hendinni var næst. En hversu mikið er ótalið ! Og svo lífið — lífið sjálft á þessu mikla og merki- lega höfuðbóli, daglega lífið, með öllum sínum skugga- breytingum. Hversu margt mætti ekki um það segja. A öllu hefir verið höfuðbólsbragur. Til allra starfa hafa valist þar saman hinir nýtustu menn, því mikið var þar um að vera, og margt hefir verið þar um manninn — af öllum stéttum. Allar hiiðar lífsins hefir mátt sjá þar, mestu höfðingja landsins og ættgöfgasta fólk þess í við- hafnarskrúða sínum, æskulýðinn, blóma og kjarna þjóð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.