Skírnir - 01.08.1905, Page 35
Skálholt.
227
brann kirkjan 1309 af lofteldi. 1526 brann kirkjan aftur.
ögmundur biskup var þá á þingi (með 1300 manns?!) og
fátt karlmanna heima. En þegar hann kom á klifið fyr-
ir ofan staðinn, og sá kirkjuna orðna að öskuhrúgu, brá
honum svo, að yfir hann leið. 1630 brunnu mest öll stað-
arhúsin, og ákafiega margt fémætt.
Marga dýrgripi hefir Skálholt átt, sem nú eru
gengnir Islandi úr greipum eða undir lok liðnir. Á Þor-
láksskrinið er áður minnst. Það bjargaðist úr eldinum
bæði 1309 og 1526, Gissur Einarsson lét rífa af því bún-
aðinn, Jón Vídalin jarða úr því seinasta lærlegginn, en
sjálfur kassinn kvað hafa verið seldur á uppboðinu 1802.
Gullkaleikurinn bjargaðist einnig í bæði skiftin, en hvar
er hann nú?* Þegar kirkjan brann 1309, brunnu þar
inni 12 silfurker og í bæði skiftin brann talsvert af
kirkjumunum, svo sem dýrlingamyndir, róðukrossar, bagl-
ar, reykelsisker, skrúði o. fi. Brynjólfur biskup sendi mik-
ið af gömlum munum út fyrir nýtt, og 1802 var haldið
uppboð á miklu af gömlum munum. Þar var seld með-
al annars altarisbríkin mikla, nefnd Ögmundarbrík,
sem kirkjan eignaðist á dögum ögmundar biskups, mikið
listaverk. Þegar kirkjan brann 1526 björguðu tvær kon-
ur henni úr eldinum »og þótti jarðteikn«! Hún var fiutt
ofan á Eyrarbakka og lá þar í hirðuleysi í 17 ár, og er
sagt að hún hafi síðast verið höfð til að leggja á hana
kjöt og slátur! 1819 var hún loks ffutt til Danmerkur,
mjög illa til reika.
Nú eru til í Skálholti þessir gripir: gamall ljósa-
hjálmur úr kopar, hökull frá katólskri tíð, útsaumaður
með helgimyndum, ljósastikur tvær frá 1651, altaris-
brún með gömlum skjöldum, sem eiga að vera af belti
Þórgunnar, sem getur um í Eyrbyggju, kaleikur, patína
og oflátuöskjur, alt nokkuð gamalt.
*) Á Forngripasafniuu er gamall kaleikur frá Skálholti, auðsjáau-
lega frá katólskri tið, en hann er úr silfri, gullroðinn, og er því frá-
leitt hinn sami, og Biskupas. tala um.
15*