Skírnir - 01.08.1905, Page 41
Herðibreið.
233
útlaginn raeð ótal sakir,
sem enginn vildi rétta lið.
Hér við æð frá hjarta þínu
hlaut liann loks ’ið þráða skjól,
fékk svo borgið fjöri sínu,
frjáls þar horft mót degi’ og sól.
Þegar ura auðnir nístings nöpur
norðanhrinan fjúkið bar,
kvöld hafa verið köld og döpur
í kofa Fjalla-Eyvindar;
löng og dimm og drauraþung njóla,
dagar stuttir, fátt um 'yl.
Eyvind í þann eina skóla
örlög settu menta til.
(íott var tóm í húmi og hríðum
hug að renna um farna leið:
Glapspor öll frá eldri tíðum
ofin saman við harm og neyð.
Eins og bjarg á herðum honum
hrakför kærstu óska lá;
safn af dánum, sviknum vonum,
sekt og útlegð, fjötruð þrá.
Sá hann líka sælli tíðir:
Sólarglóð á jöklum brann;
stjörnuskarar birtust blíðir,
blikuðu djúpt um himinrann,
og norðurljósa leifturreiðir
lofts um tjöldin skuggablá.
Hugurinn dróst á hærri leiðir,
himin-dýrð er slíka sá.
Svo kom vorið. Mýktist mjöllin
málaði skýjin sólin ltlíð;
geislinn tylti tám á fjöllin,
tók svo skeiðið niður hlíð.