Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 42

Skírnir - 01.08.1905, Page 42
234 Herðibreið. Brustu fjötrar húms og hríða; hjartað létt og örugt sló. Nú kom tíð að starfa’ og stríða, og strjúka at' hvarmi drunga-ró. Þá var hýrt uni fjallbygð fríða; fjallsins áss, með tign og ró, vafði örmum vonarblíða vorsins dís, er söng og hló. Þegar alt með einum rómi unaðsnautna lofsöng kvað, friðlaus eftir fjöldans dómi fjallabúinn hélt af stað. Og við sólbjart sumarleiði sé eg hvar hann stæltur, frár, hendir sér á handaskeiði hengifiug og jökulgjár; dregur hygni og hreystibrögðum hönk úr greipum bvgðarmanns. — Og ég dáist enn að sögðum iþróttum og snilli hans. Þótt með bófum aldur æli, örlög blési tíðum kalt, gafst hann, þó sig gæfan fæli, góður drengur — þrátt fyrir alt. Hví svo horfinn heillum öllum, hugar seldur kvöl og raun, varð hann upp á eyðifjöllum í æfisekt að búa á laun'? Böndum sömu bjó hann eigi byrði sina, og aðrir menn; vitlugjarnt á gæfuvegi gjörist slíkum mönnum enn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.