Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 47

Skírnir - 01.08.1905, Page 47
Tvístjörnur. 23S> Jmrfa á allri sinni íþrótt að halda og hinum öflugustu og stœrstu stjörnukikirum cil aS uppgötva, að stjörnurnar eru tvær. Því er þaS, aS ágæti stjörnukíkis einatt er miSaS viS þaS, hveisu auSvelt er aS aSgreina meS honum báSa huettina í tvístjörnu. Og æfSir stjörnuskoSarar vita þaS, þegar þeir panta sér kíki hjá þeim, sem húa slík verkfæri til, aS þá er þaS ekki óvenjulegt, til þess aS gefa í skyn, hve öflugur kikirinn eigi aS vera, aS segja, aS hann eigi aS vera svo öflugur, aS meS honum megi greina í sundur einhverja tiltekna tvístjörnu. StjörnufræSingar hafa um langan aldur rannsakaS þessa hnetti meS mestu grandgæfni, og þaS er nú vitanlegt, aS þaS eru aS minsta kosti tíu þúsund tvístjöruur á víS og dreif um himinínn. I raun og veru virSist hvert ár bæta viS tölu þeirra. Eftir því sem stjörnukíkirarnir hafa batnaS og stjörnuskoSurunum fjölgaS, hefur þaS þráfaldlega boriS viS, aS stjörnur, sem áSur hafa veriS álitnar einfaldar, hafa í rauu og veru reynzt aS vera tvístjörnur. Til þess aS skyra þetta, tná geta þess, aS mjög óþreytandi og ágætur stjörnuskoSari í Ameríku, S. W. B u r n h a m, hefur bætt ekki færri en þúsund tvístjörnum viS þær, sem áSur voru kunnar. Margar af uppgötvunum hans hafa leitt í Ijós mjög fagrar og vandfundnar stjörnur. ÞaS kynni nú í fljótu bragSi aS virSast svo, sem samband þeirra tveggja hnatta, er mynda tvístjörnu, syndist aSeins vera nokkurt samband, væri sjónhverfing, en væri ekkert samband í raun og veru. ÞaS liggur í augum uppi, aS ef stjörnunum hefSi veriS stráS út um himingeiminn í ótölulegum sæg, þá hlyti opt svo aS atvikast hingaS og þangaS, aS tvær stjörnur væru hér um bil í sjónarstefnu, bæru hvoi í aSra. Hvenær sem þetta atvikaSist svo, mundu báSar stjörnurnar auSvitaS s/nast samfastar á himninum. ÞaS má játa þaS viSstöSulaust, aS af hinum rnörgu þúsundum af stjörnum, sem kannast er viS aS séu tvístjörnur, þá eru þær ekki fáar, sem svona stendur á; þess konar samstæSa af stjörnum mynd- ast venjulega ekki af hnöttum, sem eru hlutfallslega nálægir hvor öSrum. NálægSin, sem sýnist vera milli þeirra, er einungis sprottin af þeirri tilviljun, aS þegar þær eru skoSaSar frá jörSunni, þá eru þær hór um bil í sömu steftiu, bera hvor í aSra. Onnur af tví- stjörnunum getur í raun og veru veriS tíu sinnum eSa hundraS sinnum fjær oss en hin. Hinn mikli fjöldi af tvístjörnum, þar sem báSir hnettir eru ákaflega nálægir hvor öSrum, mundi samt ekki eiga langt í land

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.