Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 63

Skírnir - 01.08.1905, Side 63
Presturinn. 255- Honum vafðist tunga um tönn, en hann byrjaði á ný og hálfopnaði munninn ... En orðin komu ekki. Svo hætti hann. »Til dæmis gefa mér þær«, sagði Maria og færði sig feti nær. Brosið hafði nú alveg fengið yfirhönd. »Já«. Hann ætlaði að líta undan, ofan á jörðina eða til hægri, að eins ekki á hana. En hún dró augu hans að sér og hann leit upp feimnislegum bænaraugum. »Nú, gerið þér það þá«, sagði hún hlæjandi og kom enn nær, ljósrautt eyrað roðnaði meir en áður. Hann tók rós og rétti henni með skjálfandi hendi. Hvað var þetta? Bar hún hana að vörum sér, kysti hún blómið hans? Ja — svo voru þau trúlofuð. »Eg tók rós«, var hann vanur að segja, »já, og svo átti eg hana . . .« Þegar kvöldar ganga þau eftir litlu götunni; hann leiðir hana. A brúnni niður við mýrina setjast bau bæði og horfa í vestur . . . horfa á kvöldroðann, sem sólin slær á skýin. Þannig liður dagurinn í hvíta húsinu við litlu göt- una, meðan sumar kemur eftir vetur og vetur eftir sumai'. Og það er vonandi, að heyrnardaufi presturinn fái lokið við grænlenzku sálmabókina sína, áður en augu hans lokast. Því fáir elska starf, sem enginn kann þeim þakkir fyrir nema nokkrir Eskimóar, starf, sem að eins hefur launin í sjálfu sér fólgin. G. F. þýddi.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.