Skírnir - 01.08.1905, Qupperneq 66
258
Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa.
einkum hinir fornu vorþingstaðir, sömuleiðis allar hofa-
rústir, hörgar og önnur blóthús, allir haugar frá heiðni,.
sem getið er um, fornar bæjarústir o. s. frv. En það væri
ekki nóg að finna, rannsaka og rita um þetta alt. Þessar
föstu fornmenjar verður að vernda fyrir öllum
skemdum framvegis.
Að þessu hefir, sem sagt, lítið sem ekkert verið unnið
á Islandi hingað til. Vér höfum engin lög eða löglega
samninga, er banni að raska sögustöðum eða fornum rúst-
um, engin lög, er banni að rífa niður eða brevta gömlum
og merkilegum húsabyggingum, svo sem skálum, kirkjum
o. fi. Lítum á framkvæmdir frændþjóða vorra, Dana og
Svía, í þessu málefni, og reynum að draga dæmi af þeim.
I Danmörku er lítið um lög um fornmenjar. I dönsku
lögum Kristjáns 5. er það ákveðið, sem orðið var að liefð
frá ómuna tíð. að gull og silfur,er fyndist i jörðu (»Dan[n]efæ«,.
þ. e. dánarfé), væri eign konungs;*) skyldi því skila án
fundarlauna. Af því leiddi, að finnendur stálu undan
fundnu fé og seldu á laun eða bræddu. Þess vegna var
siðar skipað svo fyrir,**) að finnendur fengju fullborgaðan
málm allan, og nú er það orðin venja, að borga ríflega
fyrir allar merkilegar fornmenjar, sem finnast í jörðu í
Danmörku.***)
Annars voru engin ákvæði til um fornmenjar í Dan-
mörku, enda voru þ;ei' stöðugt eyðilagðar fleiri og tieiri.
Fyrir framgöngu háskólakennarans Rasmus Nyerup var
loks árið 1807 f) skipuð fornmenjanefnd (Kgl. Commission
til Oldsagers Opbevaring), og sá hún um verndun fastra
og lausra fornmenja þangað til 1849, þá komu forngripa-
*) Christian V. Danske Lov 5—9—3: „Guld og Sölv, som findis
enten i Höje, eller eftir Ploven, eller andenstæds, og ingen kiender sig
ved, og kaldis Dannefæ, det hör Kongen alleene til og ingen anden“.
**) Sbr. auglýsing 7. VIIi. 1752.
***) Eftir þessu hafa Englendingar farið í breytingum á lögum sinumi
um sama efni (treasure-trove).
f) Sbr. Lovsamling for Island, 7. bindi, bls. 131—133, Keskript ang.
Oprettelse af en Commission for Oldsagers Opbevaring, 22. V. 1807.