Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 69

Skírnir - 01.08.1905, Side 69
Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa. 261 (kungl. föroi’dningen) er frá 17. III. 1828, en sú fyrirskip- un var upphafin með annari nýrri 29. XI. 1867. Hún er í 12 greinum og er bæði um fastar (§§ 1—7) og lausar (§ 8) fornmenjar, sömul. um gamlar kirkjur, legsteina og gripi í kirkjum m. m. (§§ 9—12). Við þessa fyrirskipun bætast og í sambandi við hana eru nokkrar aðrar, svo sem auglýsing (kungl. kungörelse) 21. III. 1886, ákvarð- anir 17. X. 1890 (kungl. Maj:ts förnyade nádiga stadgar för vitterhets- historie oeh antikvitetsakademien, § 1, og kungl. Maj:ts nádiga instruktion för rÍKsantikvarien m. m., §§ 3—7); sbr. einnig fyrirskipun 16. II. 1864 (kungl. för- ordningen om strafflagens införande m. m., § 16, 3), o. rt. — I fyrirskipun þessari (frá 29. XI. 1867) eru lagðar við sektir (5—500 krónur) og fullar endurbætur á föstum forn- menjum, en lausar fornmenjar skal bæta tvöföldu verði, ef þeim er eytt eða fargað á óleyfllegan hátt. Hvort ættu nú Islendingar heldur að fara að dæmi Dana eða Svía í þessu málefni? Það er tvent athugavert við lög um þetta, 1) að hægt ei' að fara kringum þau og 2) að þau eru ekki einhlít né nægileg til þess að hindra eyðileggingu fornmenjanna. Einkum myndi þetta eiga. sér stað að því er viðviki föst- um fornmenjurn úti um hagana og í túnum á Islandi, þar sem til eru afarmargar gamlar tóttir, er alþýðu myndi erfltt að vita með vissu um hvort þær væru merkar forn- rnenjar eða ekki. Þess vegna mun affarasælast að fara líkt að og Danir í þessu: friða með löglegum, þing- lýstunr samningum allar fastar forrrmenjar, svo senr þingbúðir og þingstaði frá fornöld, og enda frá síðari tímunr, ef á þeinr finnast nokkrar rústir eða aðrar nrinjar unr þinghald, rústir af hofurrr, hörgurn og hvers konar blóthúsunr frá heiðrri, kirkjunr og kirkjugörðum, kapellunr og bænahúsum frá kristni, gamlar rústir af bæjunr og seljum, vígi og forn garðlög, gatnlar búðarústir (kaup- rnanna), hauga, dysjar, grafir, legsteina og alla steina með gömlum áritunum, hella með rnanrraverkunr og annað er telja rná til fornra mannvirkja.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.