Skírnir - 01.08.1905, Page 71
Verndun íornmenja og gamalla kirkjugripa.
263
þakka Sigurði málara Guðmundssyni og síra Helga Sigurðs-
syni frá .Jörfa, en vöxt og viðgang þess eiga íslendingar
mest að þakka þéim nöfnunum Sigurði málara og Sigurði
fornfræðingi Vigfússyni, meðan þeirra naut við. Safnið
heflr notið velvilja alþýðu og styrks úr landssjóði, þótt
hann hafi raunar verið ófullnægjandi. — Með þessu safni
er grundvöllur lagður til þjóðmenningarsafns Islendinga,
■er vonandi kemst á fót með tímanum svo oss verði sómi að.
Margir íslenzkir forngripir höfðu þegar áður en forn-
gripasafnið var stofnað komist úr landi og óeíað margir
síðan. Eru nú sumir þessara forngripa geymdir á forn-
gripasafni Dana*), en tlestir munu dreifðir út uin víða
veröld, til opinberra safna og einstakra manna, forngripa-
kaupmanna og annara. — Afdrif fornhandrita vorra heflr
verið drepið á að framan.**) — Auk ýmsra gamalla merk-
isgripa, er enn kunna að vera í eigu manna á Islandi, og
forngripa, er flnnast kunna þar í jörðu, geta einkum kom-
ið hér til mála gamlir skrautgripir og áhöld, er til-
heyra kirkjum á Islandi. Þessir kirkjugripir hafa ekki
aðeins mjög mikla þýðingu í vísindalegu tilliti fyrir þjóð-
menningarsögu vora, heldur eru þeir einnig »helgir dóm-
ar«, sem oss er til sóma að fara vel með og varðveita á
hæfilegan hátt. Það fer illa á því, að prestar eða aðrir
umsjónarmenn kirkna verzli sem forngripaprangarar með
helgidóma kirknanna. eða kaupi sér vinfengi manna með
því að gefa þá, en því miður hetír hvorttveggja brunnið
við á Islandi.
Stjórnarbréfinu frá 19. IV. 1817, um að ekki mætti
*) Sjá Ingvald Undset, Norske Oldsager i fremmede Museer, s. 53
—56og86; Kr. Kálund, Bidrag til en hist.-topogr. Beskrivelse af Island,
1 h., s. 55—6, 475, II b., s. 68—9, 113—14, 226—31, 323, 411; sami
lslands Kortidslevninger (i Aarb. f. nord. Oldkyndighed 1882 s. 57—127),
s. 59, 89—96.
**) Sjá ritgerð Kr. K&lunds, I)en nordiske oldlitteraturs samling
og bevaring, framan við „Katalog over de oldnorsk-islandske handskrifter
í Kobenhavns offentlige biblieteker11; shr. einnig ritgerð eftir Yilh. Giidel
(í Antikvarisk tidskrift XVI, 1897), Pornnorsk islándsk litteratur i Sverige.