Skírnir - 01.08.1905, Side 74
266
Verndun fornmenja og gamalla kirkjugripa.
Magnusdöttur Fyrer Legstað þeirra Foreldra Sáluga Amt-
manns Magnusar Gislasonar og Frur Þörunnar Guðmunds-
döttur samt þeirra tveggia Dætra A° 1774. — Það er
býsn mikil að dósir þessar skuli nú vera hér niður komn-
ar. Frú Helga Vídalín heflr skýrt svo frá, að síra Jens
Pálsson í Görðum hafl gefið henni dósirnar, er hann var
eigandi Bessastaða, móti því að kirkjan t'engi i staðinn
eftirlíkingu af þeim! Hvernig lízt mönnum á'?
Nú er brýn nauðsyn á að taka í taumana og
afstýra þessu skammarlega brutli og prangi með
helgidóma kirknanna. Þótt margir af gripum þessum
séu máske erlendir að uppruna, eru samt óefað flestir
þeirra íslenzkt smíði og hafa þá því meira gildi fyrir
menningarsögu vora og listir. Kirkjugripi, og aðrar
lausar fornmenjar, verðum vér því að vernda fyr-
ir hverskonar eyðileggingu og hindra afhendingu
þeirra frá kirkjunum, nema þeir gangi þá beint til
forngripasafnsins. Hér mun vera full þörf laga.
I Svíþjóð eru konunglegar fyrirskipanir um verndan
lausra fornmenja og kirkjugripa, eins og áður er um get-
ið.*) — I Danmörku eru einnig ákvæði um kirkjugripi i
»Lov om nogle Bestemmelser vedrörende Kirkesyn, Præste-
gaardsyn m. v.« frá 19. II. 1861. Stjórn Dana (stjórnar-
ráð kenslu- og kirkjumála) heflr þar að auki hvað eftir
annað skrifað biskupunum og stiftsyfirvöldunum (dönsku)
um gripi í kirkjum, hvernig ineð þá skuli fara, og skal
hér bent á nokkur bréf (Cirkulærer): bréf til stiftsyflrvald-
anna 15. VIII. 1882 skipar fyrir, að þau kunngeri öllum
hlutaðeigendum, að þeir skuli gæta þess að engir munir,
er haft geti nokkra þýðingu fyrir vísindin, verði seldir
eða þeim á annan hátt fargað frá kirkjunum. — Hérmeð
fylgir skrá yflr ýmsa slíka muni; bréf.til biskupa 23. V.
1889 um, hversu hreinsa skuli gamla skíruarfonta, er mál-
aðir hafa verið, ekki með hamri eða eggjárnum heldur
*) Kungl. förordningen frá 2Í>. XI. 1867 § 8 og § 9—12; sbr. bréf
til umsjónarmanna kirkna frá Vitterhetsakademien 2. IV. 1872.