Skírnir - 01.08.1905, Síða 85
Ritdómar.
277
en margt af því er svo lagað, að það getur átt við margar sógur
(t. d. það gaman, sem Egluhöf. hefir haft af skáldavísum, gaman
af fornaldarsiðum og venjum, þekking á sögu Noregs á 9. og 10.
öld, framsetuing og stíll m. m.), en ekkert, sem hafi fullgildan
sönnunarkraft.
Mér þykir höf. stundum fara of langt i getgátum og hug-
myndum. Þannig getur hann þess til (s. 217), að Snorri hafi fengið
í N o r e g i eitthvað að vita um frændsemi með Sölva og Arnviði,
og þess vegna breytt frásögninni. En eru nokkur líkindi til, að
slíkt hafi átt sér stað um svo lítilfjörlegt atriði?
Bls. 225 segir, að »það næstum líti svo út, sem höfundur
Eglu hafi haft Snorra fyrir augum, þegar hann lýsti Skallagrími«.
Er það þá víst, að Snorri hafi verið orðinn s v o mikill bús/slu-
maður þá, hanu hafði búið að eins örfá ár. Eg hygg nú, að höf.
geri sjálfur lítið úr þessari setningu sinni; en hún er óvarkár og
hefði verið betur órituð.
Egla talar um hið pólitíska ríki Tungu-Odds; þetta ríki eignaðist
Snorri eftir skoðun höf. m e ð Reykjaholti, og þá ekki fyr en e f t i r
að Egla var samin. Þá getur þetta atriði ekki haft mikla þyðingu,
mætti ætla. En — ályktar höf. — »sagan gefur hér öllum, sem
bjuggu innati Skarðsheiðar bendingu um að halda sér til goðans í
Reykjaholti« (228. bls.). Á bls. 231 er því haldið fram, að ein-
mitt þessi setning um ríki Tungu-Odds só ekki upphafleg
í sögunni, heldur yngra innskot, og er »sönnun fyrir því, að sagan
er rituð á Borg« (þ. e. fyrir 1206), og þetta innskot hafi Snorri
látið einhvern skrifara gera. Mér finst alt þetta mál bæði vera
djörf getgáta og næsta óþarft sem nokkurs konar sötinun.
Líka þykir mér það djarft, er segir bls. 231—2: »Það er
hægt að hugsa sór, hve mikla athygli (opsigt) og aðdáun (begejstriug)
svo varanlegt merkisverk (monumentalt værk) um elztu sögur hér-
aðsins hafi vakið, þegar það var lesið upp á tíðum mannfundum
eða breytt út í uppskriftum meðal hinna helztu bænda hóraðsins«.
Maðúr v'eit ekki nokkurn skapaðan hlut um slíkan upplestur, og
það er heldur ekki ástæða til að ætla, að uppskriftir hafi verið svo
margar þá þegar. Þetta er of óvarkárlega talað.
Það er þannig margt, sem eg hefi að athuga við ritgjörð þessa.
En í heuni er margt, sem vekur til nyrrar athugunar og nyrrar
rannsóknar bæði í einu og öðru, og þótt svo fari, að það verði
ekki skoðað svo sem höf. hafi lanast að sannfæra menn um áratig-
urinu af rannsókuum hans að öllu, þá er það ekki hvað síztur