Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 87

Skírnir - 01.08.1905, Page 87
Ritdómar. 279 En þar er farið svo lauslega og fljótt yfir sögu, að lesandinn er litlu nær eftir en áður. Þá tekur höfundur að sýna fram á, að andatrú sé óróttmæt, af því hún sé í ósamræmi við ritninguna, sem kenni »að dauðínn sé meðvitundarlaus svefn, sem hinir dauðu skulu fyrst vakna af á morgni upprisunnar« (bls. 80). Fyrirburðir þeir, sem andatrúarmenn styðjast við, geti því ekki átt rót sína að rekja til framliðinna manna, þeir sofi fastar en svo. Höf. hallast helzt að því, að fyrirburðirnir sóu verk illra anda. Til þess að sanna þess- ar og þvíumlíkar kenningar si'nar leiðir höf. lesandann út í blind- byl biblíutilvitnana, og heldur þá dauðahaldi um bókstafinn.” Ramm- ari bókstafsþræl mun erfitt að finna. I bókinni eru myndir af vitrunum, öndum, frægum »miðlum« og andatrúarmönnum. Málið er víða ljótt og leiðinlegt og að öllu samlögðu hefi eg varla lesið leiðinlegri bók. G. F. * *'■ * Andatrú og dularöfl eftir Bjarna Jófisson frá Vogi. Ritlingur þessi er alþ/ðufyrirlestrar tveir, sem höf. hélt í vetur, ög eru þeir að mestu útdráttur úr stórri bók eftir dr. Alfr. Leh- mann. Rekur fyrri fyrirlesturinn eitikum sögu andatrúarinnar, en hinn síðari leitast við að sýna að fyrirburðir þeir, er andatrúar- menn telja staðreynda, séu ýmist lóddarabrellur eða sprottnir af rangri athugun, trúgirni manna og taumfysi o. s. frv. Talar höf. um það af allmiklu státi. Ekki tel eg ósennilegt að hann hefði verið varkárari í dómum sínum, ef hann hefði kynt sér hið helzta, sem fram hefir komið um þessi efni síðan dr. Lehmann ritaði bók sína. Ef til vill getur Skírnir síðar skýrt lesendum sínum frá nyj- ustu skoðunum vísindamanna á þessum efnum. G. F. Hljóðbærar hugsanir. Mannssálin Uppspretta lífsius er oss alsendis ókunn, og vór höfum því enga ástæðu til að ætla, að það eigi eittgöngu rót sína að rekja til þessa hnattar, eða að hinir óþektu möguleikar þess eigi sér að ■eins jarðnesk markmið. Það væri jafn fljótfærnislegt af líffræðingn-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.