Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 93

Skírnir - 01.08.1905, Side 93
Tvö liréf frá Jónasi Hallgrímssyni. 285 ]þá vaxið; eg hefi aungva peninga í höndunum og ekki von um framvegis að fá; eti af því jafnframt mór altaf b/ðst sœmilega góð forþénusta hjá landfógeta Ulstrup, held eg að eg freistist til að sæta því. Hvernig sem að þetta annars fer, veit eg þú manst til mín, — kannske komi eg líka einhverntíma að finna þig.*) I haustið var vóru Hafurs grið fyrir examens stíl; ntér var ilt og eg var allavega illa fyrirkallaður. Þú mátt geta nærri hvort eg ekki hefi gjört bærilegan stíl, eg varð fyrir neðan miðjan bekk. Vegna veikinda **) sem eg veit, að aðrir skrifa þér nóg um, sundr- aðist miðsvetrar exaraen svo eg sit þarna enn, milli S. Brynjólfs- sonar***) og Daníelsf) væntanlegur Dimittendus með æru og respekti!!! Þess óvarar kom mér því, að þegar við á Bessastöð- ■um héldum fæðingarhátíð Jöfurs, þann 1. Febr.: var eg ásamt Konráði Gíslasyni framkallaður í margra votta viðurvist!!! og hólt þar biskup yfir oss fáráðum snjalla latínska lofræðu og gaf oss gjafir ofan í kaupið: Konráði Grískt-Þískt Lexicon (Schneider) og mér Feenböes n/a stóra Hand-Atlas, af hverjum 2 a 3 Exempl: voru í sumarið var send til skólabiblíóteksins. Þetta hét »Præ- nrtittm Industriæ« og veit hamingjan, að eg átti það eins lítið skilið og sæti fyrir neðan Sigurð vorn Tómassoti.tf) Eg skil ekki hvað til þess hefir komið annað en það, að eg var skömmu áður nybúinn að leysa þetta Problem í hjáverkum mínum: »Naar der •er givet en Triangel ABC, og et Punct H, enten i en af Trianglens Sider eller noget andetsted i Trianglen selv, eller ogsaa udenfor samme, da at trække en Linie igennem dette Punct saaledes at den deler Trianglen i 2 ligestore Dele«. Þetta hefi eg einhvern veginn leyst, en af því Figuran mín varð svo stór, að hún breiddi sig út yfir meira en hálfan quartista, held eg það hafi orsakast, að Stift- ið síðar ekki vílaði fyrir sér að bjóða mér að láta binda Atlas *) Það dróst, því að Jónas var skrifari hjá Ulstrup frá 1829 til 1832. **) Taugaveiki geisaði þá í skólanum, margir sýktust, einn piltur dó (Bjarni Guðmundsson frá Ási í Yatnsdal). ***) Sigurður Brynjólfsson Sívertsen seinna prestur á Utskálum í Gullbringusýslu. t) Daníel frá Litladal Jónsson, prests á Auðkúlu. Varð prest- ur í Ogurþingum, og drukknaði í Isafjarðardjúpí. tt) Sigurður Tómasson frá Garpsdal, varð prestur í Grimsey 1850—67 og dó þar. Hann var sonarsonur Sigurðar Islandströlls, sýslu- manns í Borgarfirði.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.