Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 96

Skírnir - 01.08.1905, Page 96
-288 Tvö bréf frá Jónasi Hallgrimssyni. gengur svo yfir mig, að eg aldrei þori að biðja hann um lán sjálf- ur, mér þætti líklegt að hann gerði okkar ekki þann mun. Eg ætla annars ekki að tala við þig um þetta, eg á ekki skilið, að þú ekki trúir mér — nær hefi eg skrökvað að þór? Samt er auðsætt, að annar eins t'öðurlandsvinur og þið líklega þekkið að Schewing er, muni heldur unna þeim, sem líkastir eru til að gagna því; efastu líka um það? Verið getur, að um það leiti þú fórst héðan hafi Sch: ekki haldið svo mikið af þér; en gáðu að því, besti Tóm- as! að hafi einhver, fyrir litlar sakir, getað spilt Gísla [Isleifssyui] við mig, sem líklegt var að þekti mig, muni einhverjum illviljuð- um ekki ver hafa tekist með þig hjá Schewing, því allir eru menn. En þetta er periodiskt. Augu Schewings lukust upp, og eins er eg vis8 um, að eg í næsta bréfi skal geta sagt þér, að Gísli skal aftur verða orðinn vinur minn, ef mögulegt er betri en áður (því sem stendur þykir honum eitthvað við mig). Bezti Tómas! þegar -Gísli er kominn til Hafnar — ef hann kemur þar og eg vTerð hvergi næiri, — eg þarf ekki að biðja þig að taka hann þá í minn stað, því að eg veit þú elskar hann. Þarna hefir þú alt, sem eg get skrifað þér í kvöld. Frá bráðum illum og óvissum dela etc. Þinn Jónas. Jón Helgabon.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.