Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 1

Skírnir - 01.12.1907, Side 1
Stephan G. Stephansson. Eftir Guðmund Friðjónsson. IV. Stephan er ekki margmált ástaskáld. Þau kvæði eru fá til á prenti eftir hann. En hann er þar með sama markinu brendur, sem annars staðar: djúpur og dulur. Astavísur til Islands sáust fyrst eftir hann og einar sér þess háttar kvæða. Svo margt var búið að yrkja um Fjallkonuna, áður en Stephan náði tökum á skáldgyðjunni, að vænta mátti þess, áð honum mundi verða leit að nýjutn efnum og fágætum i því landi. En fyrsta vísan í því kvæði ber þess ljósan vott, að kvæðið er engin eftirherma né uppsuða úr annara Jeifum: »Minn ljóðgöngull hugur um hánorður leið mig hrífur að ættjörðu minni, þar vorsólin 1/sir um lágnættis skeið sem ljóshvel í útl'jarða mynni. Eg vaki um nótt er í norðrinu skín þér náttsól á andvöku-göngum, og ástaljóð kveð eg nú ísland til þín, sem óma í vormorgun-söngum, og sendi þau titrandi að eyrum þér inn, með árgölum vorsins, um húsgluggann þinn. 19

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.