Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 6

Skírnir - 01.12.1907, Side 6
294 Stephan Gr. Stephansson. í laufskógnum inni var nálykt og nekt — þú norðlenzka sumar ert bezt, því barr-trén þín eru sem goðalönd græn á gaddauðuir vetrarins fest. Þú stóðst út í glugganum »Carly« mín kær unz hvarf eg, og hugðir til mín, hins umliðna sumarsblóm aleitt, sem var enn óbreytt með sex árin þín. — Þann kald-lysta haustmorgun höfðum við kvaðst, þú hrygg, — eg með fáorðri ró úr kveðjunnar eymslum með hangandi hönd í handslagi síðasta dró. Þetta er síðasti skilnaðurinn, þvi að þau sjást ekki framar. Skáldið veit ekki hvar er að hitta hana, því að hún er komin úr allri augsýn. Eg spyr ei’ til leiðar, neinn veg til þín veit nó velur sér betur en eg — þitt hérað er draumland mitt, hús þitt mín spá og hugur minn ratar þann veg. Hún er dáin, ef til vill. Vera má að hún sé i fang- elsi. Sé hún dáin, þá er þess að gæta, að það sem er ágætt, þarf ekki langra lífdaga. Til frægðar skal kon- ung hafa, meira en til langlífis. Ef hún er í fangelsi, þá er á hitt að líta, að þangað eru þeir hneptir opt og tíð- ,um, sem drenglyndir eru. Og eins er mér sama, þó sjálfsmensku þræll þú sért eins og fjöldinn og eg, þín snild breytir hreysinu í hallir, og skart’ í heimkynni alls-nægjuleg; því kongborin sál gerir kymann að sal, að kastala garðshornið svalt, þó hafin sé dyrgjan á drotningar stól tók dáminn af kotinu alt. Þó frú sértu göfug og skryðist í skart, sá skrúði þér maklega fer,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.