Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 7

Skírnir - 01.12.1907, Side 7
Stephan G\ Stephansson 295 þú prjðir svo gullið, og demanta djásn er djrmætt í hárinu á þér — — I gröf þína, »Carly« mín, kveð eg um jól, í kot þitt, í höll þína inn. I þrjátíu ár hef eg ekki þér gleymt og enn er eg riddarinn þinn«. Holgeir gamli Drachmann hefir kvongast fjórum sinn- um um dagana og skilið við konur sínar á fárra ára fresti. Hann gengur ekki með þrjátíu ára minningar. En Stephan endist þetta. Hann kveður ástmey sína með »fáorðri ró« og »hangandi hendi«, til þess að draga úr »eymslum kveðj- unnar« og skilnaðarins. Hún mun ekki hafa séð honum bregða. — En nú gýs upp eldurinn undan jöklinum á kaldbak útskagans og þá kemur í ljós cldurinn, sem til var niðri fyrir og enn þá er til, þó langt sé liðið: »í þrjátíu ár hef’ eg ekki þér gleymt, og enn er eg riddarinn þinn«. Auðséð er, að þessi maður er í ætt við eldfjöllin okk- ar, sem jökullinn sezt á. En niðri fyrir í djúpinu vakir eldurinn. Einn góðan veðurdag — eða illan, logar upp úr fjalli og jökli, þegar andi fjallsins hefir sofið út og Sesam — Sesam lýkur upp huliðsheimi. V. Stephan segir í einu ltvæði sínu, sem gert er um fósturjörðina aðallega, en minst er þar á gulltöflurnar, sem flnnast munu á Iðavelli, þegar Surtarlogi heflr lokið bruna sínum: »Hver gulltafla er íslenzk endurminning«. Svo er honum farið að minsta kostí. Hann er öll- um stundum með anuan fótinn heima á Islandi — annan

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.