Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 8

Skírnir - 01.12.1907, Page 8
296 Stephan Gr. Stephansson. bragafótinn, ýtnist Jieima i landinu sjálfu eða í fornöld- inni, sem sögurnar segja frá. Hann hefir tekið sér ýrkisefni mörg úr sögnurn og sögum, lagt undir sig Elgfróða þátt og æfintýri Norna- Gests. Hann hefir gengið í haug Angantýs, með Her- vöru dóttur hans, horft á Hjáðningavíg og mælt Ættern- isstapa, verið i Drangey með Gretti og Illuga, kveðið um Mjöll drotningu Snæsdóttur, tekið svari »afglapans« sem lá í öskustónni, vegsamað konungsskáldið sem kvað Ber- söglisvísurnar forðum daga í höll Magnúsar Norégskon- ungs. Hann hefir og íarið um fleiri lönd og aldrei reitt svo vopn að manni, að eigi hafi við komið. Þessi kvæði eru í öldinni vestrænu og er hún í höndum þó nokkurra manna. Hitt er færri mönnum kunnugt heima hér í gamla landinu, að Steplian hefur verið á Stiklastöðum daginn sem Olafur féll Haraldsson, sem síðar var heilag- ur haldinn. Um þann atburð hefir hann kveðið svo snildarlega, að eg varð alveg drukkinn af unaði, þegar ég hafði lesið drápuna. Þar fer alt saman í einu: mikil- fenglegt efni og dvergasmíð úr samansoðnum málmum. Af því að kvæðið er í fárra manna höndum, tek ég það upp alt saman þótt langt sé, og bið engrar afsökunar á því, að Olafur er leiddur fram í öðru ljósi en kaþólsku karlarnir gerðu, sem ritað hafa urn hann hégiljurnar og helgiskvaldrið. — Annars er þess að gæta, að því að eins njóta mennirnir þessa kvæðis fyllilega, að þeir hafi hug- mynd um gott mál, eða opið eyra fyrir því. Svo er og um öll kvæði Stephans. Og ósigurvænleg var Olafs kongs hirð og ógæfu-morgninum kveið hún, er uppgefin, höggdofa, úrvinda, stirð með ófarar-grunsemi beið hún í kirkjunni á Stiklastöðum, sem strádreif í beðjum og röðum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.