Skírnir - 01.12.1907, Qupperneq 13
Stephan G. Stephansson.
301
Grímur Thomsen kunni manna bezt að fara með forri
efni og kröftugt mál. En þó var honum ofraun að yrkja
svo vel, sem hér er gert. Til þess skorti hann hug-
myndir og ímyndunarati. Og víst sætir það furðu, að
bóndinn, sem hefir að eins tíma til að yrkja í veikindum
sjálfs sín og illviðrum, skuli hafa tök á að húðstrýkja
konunginn helga, á þann hátt sem hér er gert. Og hann
jafnhattar Þormóði Kolbrúnarskáldi annari hendi um leið,
og þarf til þess mikla krafta.
VI.
Stephan yrkir oft um amerísk efni. En hann er þó
•enginn »Ameríkumaður«. — Hann hefir getið þess í bréfi
til mín eitt sinn, að Atneríka væri of auðug af þeim
mönnum, sem vilja halda sér uppi á kaupamangi og
verzlunarbralli, en of fátæk af þeim mönnum, sem vildu
vinna fyrir sér með höndunum. Hann hefir og getið þess
með ánægjusvip, að börn sín væru likleg til þess að verða
•drenglynt bændafólk.
Þessi skoðun kemur frarn, að sumu leyti, í kvæðinu
H e i m k o m a, n.
Það er um mann, sem heitir Gunnar. Hann er nágranni
skáldsins og hagsýnn maður í kaupum og sölum. Hann
notar sér hyggindin og hikar eigi við að flá Stephan inn
s,ð skyrtunni í viðskiftunum, ef það er hægt. En hann
er og manna fyrstur að gefa skyrtu-manninum 10 dali
.ameríska, ef hann verður fyrir slysi. — Þessi maður á
víst að tákna almennan umsýslumann. —
En þegar hann legst banaleguna, þá er skáldið feng-
ið til að vaka yfir Gunnari. Hann liggur með óráði og
talar þá það sem honum er ríkast í tilfinningunum. Þá
fer hugurinn með hann li e i m — heim til Islands og
.átthaganna. Hann hefir fé með sér í reiðupeningum.