Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 15

Skírnir - 01.12.1907, Page 15
Stephan G. Stephansson. 303 legt og fjarstætt, að kostir hans og gallar skuli vera runnir af einni og sömu rót. En þetta er algengt. Sá maður t. a. m. sem er mikill tilfinningamaður, hefir kosti sína og galla úr einni og sörnu uppsprettu, og svo er um fleiri tegunclir skapsmuna. Annars er Stephan auðskilinn og léttur í sumum kvæðum sínum, svo að hverju barni er auðvelt að njóta haris. Kvæðið V ö k u n ó 11 er til dæmis um það, að hann getur farið á handahlaup* um í Bragatúni: Hver er a't af uppgefinn eina nótt að kveða og vaka? láta óma einleikinn auðveldasta strengiuu sinn, leggja frá sér lúðurinn, langspilið af hillu taka. Ljóð mitt aldrei of gott var öllum þeim, sem heyra vilja; þeim eg lék til þóknunar, þegar fundum saman bar; eg gat líka þagað þar þeim til geðs, sem ekkert skilja. Nú skal strjúka hl/tt og hljótt hönd við streng, sem blæs í viðnum, grípa vorsins þrá og þrótt, þungafult, en milt og rótt, úr þeim sötig, er sumarnótt syngur djúpt í lækja-niðnum. Það er holt, að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólskins-rönd um miðja nátt, aukið degi í æfiþátt aðrir þegar stóðu á fætur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.