Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 16

Skírnir - 01.12.1907, Page 16
304 Stephan Gr. Stephansson. Birtan sezt ei sjónum manns, svona nætur kvöldin þrauga. Norðrið milli lofts og lands línu þenur hvíta bands, austur rís við geisla glans gló-brún dags með Ijós í auga. Skamt er að syngja sól í hlíð, sumarblóm í roó og flóa — Hvað er að v/la um vökustríð? Vaktu í þig og héraðs lyð vorsins þrá á þeirri tíð þegar allar moidir gróa. Uti grænkar lauf um lyng, litkast rein um akra sána -— eg í huga só og syng sumardrauma alt um kring út að fjarsta alda-hring yztu vonir þar sem blána. Út í daginn fögnuð’ frá fullum borðum, söug og ræðum — nóttin leið í ljóði hjá — ljósi er neyð að hátta frá! vil eg sja hvað vaka má, vera brot af sjálfs míns kvæðum. Vini kveð eg, þakka þeim þessa sumar-nætur-vöku. Úti tekur grund og geim glaSa sólskin mundum tveim — Héðan flyt eg fémætt heim: fagran söng og létta stöku. Því gat ekki þessi hugblær komið yfir mig einhverju -.sinni, þegar eg vakti yflr jóðsjúkri lambá? Séð hef eg þó oftar en einu sinni »Sólskinsrönd um miðja nátt« -og miðnætursólina eins og »ljóshvel í útfjarðarmynni«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.