Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 17

Skírnir - 01.12.1907, Page 17
Stephan Gr. Stephansson. 305 Hvers vegna gat ekki fagra myndin: »glóbrún dags með ljós í auga« komið vfir varir mínar? Eg öfunda þig, gamli — ungi, síungi, hálfi, en þó meira en heili Þingeyingur — eg öfunda þig af mörgu, en þó ekki allra síst af þessari Næturvöku. Og nú ertu kominn á sextugsaldurinn. Þú hefir sagt fyrir fáeinum árum að »haustað sé fimmtíu sinnum«. En segðu mér eitt: Hvar eru ellimörkin? Eða hefir þú bjargað þér á eplum Iðunnar? Er það þeim að þakka, að lífsönnin hefir ekki megnað að: lyfja þér elli 1 Mér er gagnslaust að spyrja þig úr spjörunum, af þvi að víkin milli okkar er svo breið, að við heyrum ekki hvor til annars, nema á missirafresti. En eg þarf ekki að spyrja þig. Eg veit heima hjá mér, hvers vegna Stephan G. Stephansson hefir haldið sér ungum. Hann hefir haldið sér ungum með því móti að kasta sér í s t r a u m i n n samtíðar sinnar og vera úti í s t o r m u m tíðar sinnar. Hann líkir mannlífinu við á n a. Og hann elsk- arána »þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, þreytuna, stritið og baslið alt«. Á i n. Eg lagði ungur ást á þig, mín áin, héraðs-pryði, og enn til ljóða laðar mig svo létt þinu straumur þyði. Þó sveitastig þú styttir minst og stundum kalt sé hjá þér eg gæti um eilífð, að mér finst, því eirt að búa hjá þér. Þín vagga er þar sem gljúfur gín ,hjá grettum jökulhausum; 20

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.