Skírnir - 01.12.1907, Síða 19
Stephan G. Stephansson.
307
Þú speglar bakka, björg og fit
um bjarta sumar-daga,
og fulltrútt synir lag og lit,
svo leir þarf ei’ að kaga.
Þú speglast í þeim hulu-hjúp
að hjá því sneiða vilji
þó eigir nokkur dulin djúp
og dökka rökkur-hylji.
Frá stakri átt, þar vel-bjart^var,
svo við eg bið og kanna,
hvort gröfin Atla er undir þar
og auður Niflunganua.
Því jafnvel yndi í því felst,
að á niig uokkuð reyni,
og fiska dregið hef’ eg helzt
úr hyljum undan steini.
Og dirfð er meiri hin djúpu mið
og drýgri frægð að reyna,
en brotin tær að tefja við
og telja í botni steina.
Og rödd þín A, þó hljómi hljótt
í hylsins þunga flóði,
eg fann þar sorta af svarta-nótt
og sólskin dypst í ljóði.
Sé jökulfjallið fegra þér
og frítt sem »hlaðinn draumur«
í þínum bárum annað er
og æðra — líf og straumur.
Á sund þín vær og straumföll ströng
að stara ei’ eg þreytist,
sem skifta kant um svip og söng,
þér sjálfri lík, þó breytist.
En allra sízt þú átt við mig
— þó alt só gljátt og skafið —
er vetur hefir heflað þig
í hálasvell og vafið.
Eg hló, er sá þig hrökkva á stað
20*