Skírnir - 01.12.1907, Page 20
308
Stephan G. Stephansson.
með hrannir jaka brota!
En hvernig vissir þú nm það
að þá var skamt til blotaí
Og loks er hafðir losað þig
þú lagðist söm og áður
svo tær og hrein á hroðinn stig,
sem heiðblár silkiþráður;
sem hugsun stór og sterk og frjáls
— sem styrkir mig og gleður —
sem brýst í rofum ríms og máls
og röngum stnðlum hleður.
Eg læknum ann, en ei’ sem þér,
þó al-fær sé og tærri;
eg veit hans söngur indæll er;
— hann a þó raddir færri.
Hann kveður sætt við bakka-blóm,
sem blöskra hljóðin snörpu,
en kemst ei upp í öllum róm
með einum streng á hörpu.
Svo komdu hiklaus, farðu frjáls
um fjörðinn vel og lengi,
með skugga-fylgsni óss og áls,
með iður, foss og strengi;
með hlíð og balá á bæði lönd
og bæjatúniu gróin. —
Og við skulum leiðast hönd í hönd
um hérað — út í sjóinn.
Allir vegir liggja til Róms. Og allar ár renna í
hafið. —
Hannes Hafstein kemst að sömu niðurstöðu um vatns-
renslið;
»Hvort fer um urðargrjót eða hellur
að ending fer það í djúpa hafið,
í h a f i ð !«
Og allir mennirnir fara líka leið: í alheimsstórveldið
endalausa. — Stephan getur því sagt með sanni, að hann