Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 25

Skírnir - 01.12.1907, Side 25
Stephan Gr. Stephansson. 315- ÞaS hreif þig og lækur, þér leiddist að sitra í ládejðu mókinu, í gleymskunnar næði þín straumharpan litla fór tíðar’ að titra, og töluvert snjallar’ þú fluttir þín kvæði; þinn söngur varð bljómmeiri, hækkandi fór ’ann, unz hafðir þú kveðið sjálfan þig stóran. Og þegar að fórstu sem lengst þinnar leiðar, og lægðirnar gerðir að farvegi breiðum, þá barstu út akarn um hrjóstrur og heiðar, sem hefir nú orðið að laufguðum meiðum. Um bersvæði þúsund, um þúsundir ára, lét þúsundum frækorna sáð þín bára. Nú er ég búinn að fara hringinn! Eg byrjaði á því að segja frá ætterni og æsku Step- hans G. Stephanssonar. Eg hefi nú að lokum sagt frá honum þar sem skáldandinn kemur fyrst í ljós í fullum þroska. Er þessi hringför einkenni höfuðsáttar? Nei! Hringurinn táknar endalausa línu. Og andi skáldkonungsins er endalaus — vegir hans- endalausir. Mikilfengar hugsanir eru líkar hringnum Hnituð, sem taka mátti sundur og setja saman aftur, án þess að' skemdur væri. Eins er um úrvals-hugsanir. Þær eru á þá leið:: sundurtækur og þó hægt að setja þær saman. Hringurinn Draupnir var svo gerður, að af lionum drupu margir hringar jafnhöfgir honum. Svo er og um hugmyndirnar: þær geta af sér nýjar hugmyndir. Og nú sendi ég þér hringinn Stephan G. Stephansson — sjálfan þig þ. e. a. s. a n d a þinn, þýddan og skilinn,. svo sem mér er unt að gera hann úr garði. Þú ert gerður úr sundurleitum efnum. Ég vildi reyna til að hníta þau saman í eina heild.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.