Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 28

Skírnir - 01.12.1907, Side 28
316 Jónas Hallgrímsson. hár ok á líki; hann er vitrastur ásanna ok fegrst talaðr ok líknsamastr, en sú náttúraTfylgir honum, at engi má hallast dómr hans. Hann býr þar sem heitir Breiðablik; þat er á himni; í þeim stað má ekki vera óhreint«. Er ekki eins og hér sé verið að lýsa Jónasi Hall- grímssyni ? H a n n 1 o f a a 11 i r. Aldrei hefir neinn, svo eg viti, orðið til að lasta skáldskap hans, ekki einu sinni meðan hann var nýr. Jafnvel Niels skáldi getur ekki annað en dáðst að hon- um, hvað þá aðrir. Osjálfrátt laðar hann að sér hugi manna. Margt ber til þess, en fyrst og fremst þetta: Jónas var svo góður. Það er aðaleinkenni hans, allir aðrir kostir hans fá ljós sitt þaðan. Að hann var góður kemur alstaðar fram. Vér sjáum það á virðingu og ást samtíðarmanna lians, þeirra sem þektu hann bezt og sjálfir voru góðir drengir og hreinlyndir; vér sjáum það á því sem vér vitum um æfiatriði hans og viðleitni, og vér sjáum það hvervetna í kvæðum hans og öðru sem hann hefir ritað, alstaðar skín góðmenskan í gegn, hrein og falslaus sál, sem elsk- ar ljósið. Þess vegna er hann svo fagur álitum og hjart- ur, að lýsir af honum. Jónas horfir mót sólu, hann er ljóssins barn og sól- tignandi. Takið eftir því live oft hann kveður um sólina, og gætið þess jafnframt að það er sonarleg ást í orðum hans, sólin er auga guðs sem horfir á hann, fult gæzku og miskunnar: Hvað er svo glatt sem hið góða guðs auga? segir hann. Það er fyrsta kvæðið hans sem byrjar svona: Röðull brosti, rann að nætur hvílu Ránar til og- 'ögrum sjónum brá undan léttri utanbakka skýlu — Annað kvæði byrjarsvona:

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.