Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 30

Skírnir - 01.12.1907, Side 30
Jónas Hallgrímsson. iilS skín á tinda morgunsól, glöðum fágar röðul-roða reiðar-slóðir, dal og hól. Ekki er það heldur undarlegt, þótt hann komist svo að orði, að eyjan hvíta átt hefir daga, þá er fagur frelsisröðull á fjöll og hálsa fagurleiftrandi geislum steypti, eða liki áhrifum fagurrar minningar við áhrif sólgeisl- anna á blómin, eins og í vísunni Sem þá á vori sunna hlý, því hann elskar sólina, »frelsara, frjófgara« alls sem lifir. »Sólbjört«, »sólfögur«, eru fegurstu lýsingarorð sem hann kann um konur. Og fagnaðarboðskapur hans er, að vér eigum: ef við sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. Jónas er ljóssins barn. Þess vegna er hann svo góð- ur. Þess vegna finnur hann til með öllu sem lifir, skilur hið innra lif alls sem gleðst í geislum sömu sólar, og hefir yndi af að athuga það, eins og vinur og bróðir. Hann er líknsamastur. Hann skilur jafnt lífsskoð- un og búsumstang hunangsflugunnar sem sólardrauma fífilsins. Hann skilur jafnvel sauðinn í haganum, vonir hans og metnað: Gimbill gúla þembir, gleður sig og kveður: »Veit ég, þegar vetur »vakir, inn af klaka »hnífill heim úr drífu »harður kemst á garða, »góðir verða gróðar »gefnir sauðarefni«. Hnífill finnur til sín, hann þykist vera »sauðarefni« og hlakkar til að sýna hve harður hann sé í horn að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.