Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 33

Skírnir - 01.12.1907, Page 33
Jónas Hallgrímsson. 321 Jónas Hallgrímsson var allra manna íslenzkastur í anda. Það á jafnt við efni hugmynda hans, sem við búning þeirra. Byron segir einhverstaðar: Are not the mountains, waves and skies a part of me and of my soul, as I of them?1). Jónas mátti segja það sama um íslenzka náttúru. Hún er samofln sál hans og í kvæðum hans er svipur hennar jafn skýr, hreinn og heiður eins og í skuggsjá íslenzkra vatna um sólbjartan sumardag. Náttúrulýsing- um hans heflr verið viðbrugðið, og hann er jafnsannur hvort sem hann málar með íburðarmiklu litskrúði, eins og í kvæðinu Gunnarshólmi, eða hann dregur myndir með örfáum strikum, á Heines vísu, eins og í flokknum »á sjó og landi«, sem eg jafnan hefi dáðst að. — Þegar hann lítur á akurinn í Danmörku, kemur ís- lenzk mynd í hug hans, móðan, hin streymandi á: Þegar lauf skrýðir björk, þegar Ijósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða. Og þegar hann þýðir Heine verða myndirnar undir eins íslenzkar: .... wie wilde Sohwáne kam es duroh die Luft gezogen, verður hjá .Tónasi: eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga suður heiði meS fjaðraþyt og söng. Jónas var Norðlendingur, þess vegna fljúga svanirnir s u ð u r heiði. Eða þetta: Und der Berg, wie tráumend streckt er seirten Schattenarm hervor: þ Eru ei fjöllin, öldurnar og himininn þáttur af mér og minni sál, ■eins og eg er þáttur af þeim ? 21

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.