Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 34

Skírnir - 01.12.1907, Side 34
322 Jónas Hallgrímssdn. Sefur nú Selfjall og svarta teygir skuggafingur af Skeiðum fram. Selfjall og Skeið eru islenzk örnefni. Hugur Jónasar er alt af heima, og hann unir sér þar eins og barn. Heimsmenningin með öllu sínu státir stórborgarlífið með list þess og prýði, kastar engum skugga inn í íslenzka sveitasælu, engum efa um gildi þess sem íslenzkt er. Þess vegna, er föðurlandsást Jónas- ar svo vermandi, hún er svo fölskvalaus, svo blátt áfram. Hún þarf engin stóryrði, en kemur fram eins og glöð og örugg meðvitund um það hve landið sé gott, tignarlegt og fagurt. Hann þarf ekki langan formála fyrir minni íslandsr hann lyftir glasinu, lítur til vina sinna og segir: Þið þekkið fold með blíðri blrá! En það er auðfundið að honum er mikið niðri fyrir,. þegar liann spyr Gaimard: Þótti þór ekki Island þá yfirbragðsmikið til að sjá? Eða í kveðjunni til Thorvaldsens: Tign byr á tindum, en traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl. Ast Jónasar á þjóðinni er ekki blind fyrir göllum hennar, en hann lætur ekki stundarástandið vilia sér sýn. Að vísu verður hann að andvarpa er hann ber forna frægð saman við niðurlægingarástand landsins — »ísland farsælda frón« er slíkt andvarp — en hann efaðist ekki um að á Islandi mundu búa »frjálsir menn, þegar aldir renna«, og enginn hefir haft islenzka bændastétt í meiri heiðri en hann. I hans augum var Islendingurinn bóndi. Það kemur ógleymanlega fram i hinni yndis- legu vísu til Thorvaldsens:

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.